miðvikudagur, mars 01, 2006

Afmælin!

Þá er afmælisvertíðin hafin. Erna Tönsberg, sem er einmitt nýjasta besta vinkona mín enda nýflutt til Sydney, átti afmæli í síðustu viku. Við höfðum ekki mikinn tíma til að fagna en fengum okkur þó hanastél á barnum þar sem danaprinsinn pikkaði Mary upp haustið 2000. Í dag eiga afmæli Ingibjörg Ýr og Inga Steinunn, á morgun eiga Herdís og Arndís Ósk afmæli og svo á einhver lúði afmæli daginn þar á eftir. Svo er Elsa mín 15.mars og Ari 20.mars en það er nú svolítið í það. Afmælisbörnum dagsins í dag og á morgun vil ég óska til hamingju. Ég vildi að maður væri enn í Álftamýrarskóla þar sem maður mátti koma með ís eða eitthvað á afmælinu sínu til að gefa hinum krökkunum. Þá hefði verið veisla 3 daga í röð í skólanum:)

Get svo sem ekki kvartað. Við Erna, nýja besta vinkona mín í Sydney, bökuðum bollur fyrir bolludaginn og notuðum marssúkkulaði til að bræða ofan á þær, hehe, jummí slummí. Ok...bæjóóóó.

Engin ummæli: