fimmtudagur, mars 30, 2006

Kex.

Hafið þið lent í því að einhver býður ykkur eitthvað matarkyns og aðstæður leyfa ykkur ekki að afþakka boðið? ...og svo er þetta tiltekna matarkyn óóótrúlega vont á bragðið en af kurteisi þorið þið ekki annað en að klára það?

Í gær sat ég í lestinni ásamt ástralskri bekkjarsystur og við vorum að ræða daginn og veginn en þó aðallega daginn. Þá þurfti ég endilega að missa það út úr mér að ég væri svo svöng sem telst þó ekki til frétta þar sem ég er oftast svöng. Hún var þá svo elskuleg að bjóða mér upp á kexköku sem hún hafði keypt í bakaríi fyrr um daginn. Áður en ég vissi af var hún búin að rétta mér kexið og ég kann svo ótrúlega vel við þessa stelpu að ég þorði ekki annað en að gæða mér kökunni. Þetta hljómar kannski ekki svo hræðilegt "ég var svöng og vinkona mín gaf mér kex" en bíðið bara. Kexið var grænt!!! það finnst mér ekki lekkert. Ekki út af myglu heldur var það með pistasíubragði. Reyndar var bragðið frekar órætt, en við hlógum báðar að litnum og giskuðum á að þetta stafaði af pistasíuhnetum. Ég myndi aldrei velja mér grænt bakarísfóður og kexið var kannski ekki óætt en það var heldur ekki gott. Mér tókst þó með naumindum að klára það.

Engin ummæli: