þriðjudagur, nóvember 08, 2005

Skilmysingur

Þau voru nú ófá gullkornin sem féllu á Menntaskólanum, og mér finnst mjög mikilvægt að gleyma þeim ekki. Ætla að deila örfáum með ykkur hérna, og bæti svo kannski við. Ég man mjög vel eftir því til dæmis þegar Sigga átti að semja ljós í sögu í 3.bekk, og ljóðið byrjaði svona; "Sesar var fagurt fljóð." Hana vantaði eitthvað sem rímaði við "ljóð" og notaði orðið "fljóð" greinilega án þess að vera alveg viss á merkingunni. Fljóð, fyrir ykkur sem eruð enn að klóra ykkur í hausnum, þýðir stúlka. Ég man líka eftir því fyrsta veturinn að við stelpurnar vorum eitthvað að hneykslast og pirra okkur á strákunum í 3.J ...Danna Isebarn, Sigga Ben, og fleirum, sennilega samt aðallega þeim (hehehe), og Herdís sagði að hún vissi hvað þeir héldu að þeir væru. "Halda þeir að þeir séu einhver númer?" Spurði Herdís. Þetta hafði ég aldrei heyrt og svaraði; "ha...númer!?!??!, hvað meinarðu, númer hvað?". Jamm, og svo man ég eftir því í 4.bekk þegar við bekkurinn húktum útí glugga í frímínútum (lúðar) og vorum svona að fylgjast með mannlífinu, þegar Ásdís æpti (og var mjög undrandi) að dönskukennarinn (hvað heitir hún aftur?) hefði bakkað á staur á bílastæðini og hefði ekki einu sinni farið að hlæja! Ásdísi fannst þetta mjög spaugilegt og var hissa af hverju kennarinn stóð þarna niðri með súran svip og æpti, Fy og for helvede eða eitthvað í þá áttina. HAHAHA...ok, þetta er allt svona "you had to be there" en ég veit að þið ykkar sem lesið þetta og voruð með mér í bekk í MR brosið út í annað:) þarf að halda áfram að læra...

Engin ummæli: