mánudagur, mars 06, 2006

Rauði dregillinn, frh.

Dolly Parton hefur alltaf verið í uppáhaldi hjá mér enda er hún algjör dúlla. Ætli hún geti sofið á maganum? Mér sýnist Dolly hafa puntað sig vel eins og fyrri daginn og er í fölbleikum kjól sem er kannski fullnáttkjólalegur og hárið er óvenjutætt. Glöggir taka eftir því að Dolly hefur valið kjól, veski og skó í sama lit og að hárið er reyndar óvenjugult. Kannski er það bara þessi mynd. Ég man ekki hvað hún er eldgömul en hún heldur sér alla vega svakalega vel! Sjáiði hvað hún er með flotta leggi?

Mér finnst Charlize Theron alltaf flott og hún eiginlega ein af þessum sem komast upp með hvað sem er, en sam ekki alveg hvað sem er. Ég segi eins og þið sem kommentuðu; Hvað er málið með slaufuna? Ég held að það hefði komið betur út að líma páfagauk eða jafnvel lunda á öxlina á henni. Liturinn er góður og í rauninni er kjólinn það líka ef þessi slaufa hefðí ekki lent á öxlinni hennar. Jumin eini, í alvöru talað!


Maður sér kjólinn hennar Parísar ekki vel en mér sýnist hann vera flottur sérstaklega þar sem hann er ekki nákvæmlega eins og litinn og París (eins og mér fannst svo margar af þessum stjörnum vera...SKILIDIGGI!!!) En ég var að pæla í einu, mér finnst París eiginlega alltaf pósa eins, mér finnst ég sjá hana svona, í akkúrat þessari stellingu, á 85% mynda sem ég sé hana og hún er sko ALLTAF í blöðunum hérna. Ég hefði líka haldið að París væri með fólk á launum við að kenna sér sniðugar stellingar *hóst*. Hún er líka alltaf svona á svipinn eins og hún sé alveg að fara að segja eitthvað ("nei hæ, þú hér" eða "eigiði sleikjó" eða "ég ætla sko að ná kærastanum þínum") í myndatökunni. Kannski er hún bara að hlæja að öllum þessum ljósmyndurum og hvað hún er ógeðslega mikið ríkari og vinsælli en þeir, múahahaha.

Elsa sagði að J-Lo hefði verið appelsínugul (má vera) en mér sýnist Mary J Blige einnig hafa farið hamförum í brúnkuklútunum, og frekar svona ójafn litur, hehe. Fínn kjóll en Mary virðist ekki alveg nenna í eftirpartyið.Maggie Gyllenhaal mætti með hendur í vösum. Það er kannski móðins núna. Kjólinn voða hlutlaus, kannski farin að síga fullmikið, eða kannski eru brjóstin hennar bara svona. Nei annars, við nánari athugun sýnist mér barmur Maggie vera þrælfínn, mér finnst bara svona kjólar svo oft vera svolítið neðarlega, held það kæmi betur út að láta þá ná aðeins lengra upp.
Stelpur, þið virðist hafa kynnt ykkur kjólana vel svo ég ætla ekkert að koma með fleiri myndir, en svona það helsta annað sem mér fannst var að Reese var í fallegum kjól en enn og aftur fannst mér hann mega vera dekkri eða ljósari svo maður gæti séð skilin á Reese og kjólnum. Naomi Watts var í húðlituðu tjulli, Aniston var mjög flott í sínum, sömuleiðis Alba, og margar fleiri. Keira var í frekar þvingandi kjól en annars fín. Hún á það til að vera svo mikið máluð að hún líkist þvottabirni en það var ekki svo slæmt í þetta skiptið. Og til þess að rökstyðja af hverju mér fannst Williams vera eins og páskaungi þá skal það tekið fram að ég ELSKA gult en mér fannst þetta vera rangur gulur litur. Of kaldur og Williams er gullfalleg en mér fannst hún ekki bera þennan kjól vel. Held að Heath væri meira að segja sammála mér.

Engin ummæli: