mánudagur, maí 29, 2006

Falleg nöfn

Þá er Brangelínu beibíið loksins komið í heiminn. Ég spái því að hún sé og verði frekar sæt, það er svona nokkurn vegin gefið:) Fólk er að sjálfsögðu að missa sig yfir nafninu hennar. Ég hef aðeins eitt um málið að segja: við ættum bara að vera selebbunum þakklát fyrir að gefa okkur eitthvað að smjatta á. Takk! Hér koma fleiri fyndin nöfn frægra útlendinga: værsågod!

Apple (dóttir Gwyneth Paltrow og Chris Martin) Mér finnst reyndar bara ekkert að þessu nafni. Epli eru góð og líka Apple.

Audio Science (sonur Shannyn Sossamon (sæt leikkona) og Dallas Clayton (einhver nobody))

Aurelius (sonur Elle Macpherson (heitasta módel Ozverja í áratugi, ef ekki öld) og Arpad Busson)

Banjo (sonur Rachel Griffiths (Rhonda í Muriels Wedding) og Andrew Taylor)

Casper (sonur Claudiu Schiffer og Matthew Vaughn) held reyndar að Casper sé algengt nafn í Þýskalandi. Frekar krúttlegt bara.

Coco (dóttir Courtney Cox og David Arquette) hahaha! hundur nágrannans heitir Coco. Líka ilmvatnið mitt, og er það að sjálfsögðu í höfuðið á Coco Channel. Svo sem ekkert að Coco.

Cruz (sonur Victoriu and David Beckham) æj, veit ekki.

Daisy Boo (dóttir Jamie Oliver og Jools Oliver) hún er svoddan krútt þetta barn að maður tekur ekki eftir nafninu sem minnir mig þó meira á blómvönd er nafn. Hin heitir Poppy.

Diezel og Denim (synir Toni Braxton og Keri Lewis) Hún hlýtur að vera á prósentu hjá Diesel.

Elijah Bob Patricius Guggi Q (sonur Bono og Ali Hewson) hmmm ætli hann muni sitt eigið nafn?

Fifi Trixibelle, Peaches Honeyblossom og Pixie (dætur Paulu Yates og Bob Geldof) thíhí

Heavenly Hiraani Tiger Lily (dóttir Paula Yates og Michael Hutchence) hún er reyndar bara kölluð Tiger Lily, sem er náttúrulega fáránlegt (nafn blómi og á bikinílínu t.d.) en mér finnst það venjast vel og bara frekar sætt. Hún er líka algjör dúlla þessi litla hálfástralska stelpa og hefur átt frekar undarlega ævi, en hún er alin upp af Geldof þar sem foreldrar hennar voru báðir látnir þegar hún var aðeins 4 ára, og það var meira að segja hún sem kom að mömmu sinni:( smá aukaupplýsingar.

Jermajesty (sonur Jermaine Jackson) AHAHAH

Moon Unit, Ahmet Emuukha Rodan, Dweezil, og Diva (Frank Zappa) jedúddamía, ég er orðlaus.

Moxie Crimefighter (dóttir Penn og Emily Gillette (veit ekki hver þau eru, dettur bara í hug rakvélar)) Ahh Crimefighter, kannski vilju þau að hún verði lögga eða friðargæsluliði

Nell Marmalade (dóttir Helen Baxendale og David Eliot) ég pissaði næstum því í mig af hlátri þegar ég sá þetta.

Pilot Inspektor (sonur Jason Lee og Beth Riesgraf) sko, sumir misskilja greinilega reitinn "nafn" á skírnarvottorði (eða hvernig sem þetta virkar) og halda að beðið sé um framtíðarstarfsgrein.

Prince Michael, Prince Michael II (AKA Blanket), og Paris Michael (synir og dóttir Michael Jackson og einhverrar kellu) ég hallast að því að Michael (altså faðirinn) sé frekar egósentrískur. Má ég nefna dætur mínar (ef ég eignast stelpur) Þórhildi og Þórhildi II. Og hvað er málið með PRINCE? púff, ég veit ekki í hvaða draumalandi Michael (aftur faðirinn) lifir í.

Reignbeau og Freedom (dóttir og sonur Ving Rhames og Deborah Reed (veit ekki hver þau eru) skemmtileg stafsetning þarna á Regnboga.

Rocco (sonur Madonna og Guy Ritchie) úbbs. Mér dettur bara einn annar Rocco í hug.


Hér er Coco, þ.e. hundur nágrannans að spóka sig á ástralskri strönd (alveg satt, hún sendi mér myndina)

Engin ummæli: