laugardagur, september 28, 2002
Flott blogg og ljót blogg
ónafngreindur bloggari sem staddur er á Miami er greinilega sár yfir að ónafngreindur bloggari úr Reykjavíkinni setti út á lúkkið á blogginu hans...thíhíhí, núna vita alla vega báðir ónafngreindu bloggararnir að þeir skoða bloggin hvor hjá öðrum, þrátt fyrir misfalleg blogg... vona að þetta hafi komið rétt út úr mér. Jú jú,því þegar allt kemur til alls,þá er það innihaldið, ekki úthaldið sem skiptir máli. Ég meina útlitið, en þetta var svo sniðugt mismæli hjá mér að ég leyfi því að standa. Ætlunin var kannski ekki að rakka niður Miami-bloggarann, heldur frekar að vekja athygli á eigin síðu sem þangað til nýlega var gestabókalaus. Miami-bloggarinn setur bara inn linka og gestabók og fleira fínerí þegar andinn kemur yfir hann. Bless og takk, ekkert snakk.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli