föstudagur, september 06, 2002
Ego sum Euclio, senex est, nei bíddu, hvernig var þetta??? Jæja, þá er maður bara búin að dusta rykið af latínuskruddunum og sestur enn á ný á latínubekk. Hmmm, mér finnst ekki eins og ég hafi nokkurn tíma lært latínu, en samt held ég að það sé nú aðeins að hjálpa mér. Senex þýðir öldungur og senatus er öldungaráð. Ég er nú bara búin að fara í einn tíma og mér leist mjög vel á kennarann, köllum hann bara Cornelius Euclio. Það skiptir miklu máli í svona fagi að hafa góðan kennara. Ég sá hann standa á tali við einhvern nemenda á ganginum í skólanum, og mér heyrðist hann vera að tala latínu, sem mér fannst samt frekar smellið þar sem hún er ekki töluð í dag, bara skrifuð. Hugsaði með mér að þarna væri Cornelius Euclio heppinn að hafa fundið einhvern ofuráhugasaman tungumálagúru, sennilega skiptistúdent frá Rúmeníu eða eitthvað svoleiðis, en þegar ég heyrði betur í þeim þá heyrðist mér þetta vera bara ítalska, sem er mun líklegra. Cornelius talar þá sennilega ítölsku með latneskum hreim. COOL!!! Já, og ekki má gleyma frönskunni, ég er komin í frönsku fyrir byrjendur, sem er nú kannski fullauðvelt svona til að byrja með fyrir mig, en það mun sennilega breytast um leið og við komumst lengra í námsefninu. Je m'appelle Þórhildur, et toi? En ástæðan fyrir latínunni og frönskunni er sú að ég er að láta mig dreyma um BA í rómönskum málum. Danke schön.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli