Agalegt þegar svona lúðar eins og ég komast í tölvur og búa sér til blogg en eru svo ekki einu sinni nógu miklir lúðar til að gera það almennilega. Ég er pirruð á því að geta ekki haft íslenska stafi hérna til hliðar, þið vitið. "Bjork" og "Torey" fá að kenna á því. Ég held ég verði að blikka einhvern tölvulúða sem getur hjálpað mér. hmmm Herdís ertu laus í dag? nei djók, ekki einu sinni hún er með íslenska stafi á blogginu.
Hvað fleira... jú, sko mamma er alveg rosaleg. Ég þori varla að skrifa þetta en í gærkvöldi smurði hún handa mér nesti í skólann og ég veit ekki um neina mömmu sem gerir það fyrir 22 ára dóttur sína. Ég fékk sem sagt jarðaberjajógúrt (fitusnauða), banana og rúgbrauð með kæfu. Æjiiii hún er svo mikið krútt en mér finnst bara að mömmur eigi ekki að vera að útbúa nesti þegar börnin eru orðin nógu stór til að elda sjálf (eða eiga að vera það, en um færni mína í eldamennsku má vissulega deila). Hún á frekar að pússa neglurnar og horfa á Taggart eða lesa Jane Austin eða eitthvað svoleiðis. ok...ég þarf að fara að borða nestið mitt. Hmmm, þetta er nú frekar næs, hehehe.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli