mánudagur, september 23, 2002

Alltaf eru nýir bloggerar að bætast í hópinn, og sá ferskasti á markaðnum er gamall bekkjarbróðir úr MR. Doddi er kominn til Draumalandsins til að tromma. Hljóðfæraleikur hans í bílskúrnum heima var tekinn fyrir á seinasta hverfafundi á Valhúsahæð og þar var sú ákvörðun tekin að Þorvaldur skyldi leyfa Miamiverjum að njóta. Hann ku vera orðinn besti vinur Don Johnson, en þið verðið bara að skoða herlegheitin sjálf. Doddi karlinn fær ekki hæstu einkunn fyrir útlit á blogginu sínu, en ég man nú þá daga þegar ég var að byrja sjálf í bloggbransanum. Það er nú liðin tíð, enda er ég búin að setja upp gestabók (meira en sagt verður um Dodda, hömm hömm) sem ég vil endilega benda ykkur öllum á.... Hvað fleira, hmmm...jú, ég er á Akureyri núna og hér fæst besti ís í heimi Brynjuís. En á morgun kem ég heim og, ömmmm...á miðvikudaginn er skóli. Já! Þá er það bara komið.

Engin ummæli: