fimmtudagur, september 12, 2002

GLEÐILEGA NÝNEMAVIKU

já já, nýnemavikan bara skollin á og gott betur, henni fer að ljúka með miklu húllumhæi á morgun á sjálfum stúdentadeginum. Ég bendi þeim sem vita ekkert um hvað ég er að tala á að kynna sér bæklinginn fríða og þá sérstaklega myndina aftast í honum. Þessu var öllu saman startað á mánudaginn með heljarinnar kökuveislu og svo hefur verið keppt alla dagana í æsispennandi spurningakeppni sem heitir Kollgátan. Ég verð að segja að toppurinn á þessu öllu saman hafi verið spænskt kvöld á þriðjudagskvöldið. Það var haldið með pomp og prakt í Stúdentakjallaranum og var mikil suðræn stemning í hópnum. En þrátt fyrir þétta dagskrá hitti ég skutlurnar úr 6.-A í MR á Alþjóðahúsinu í gær, enda hef ég alltaf tíma fyrir þær. Sandra fær reyndar s (seint) í kladdann, Þórey fékk að fara fyrr og Ásdís, Berglind Ýr, Begga Jó og Vala fá f (fjarverandi) uss uss uss. Var ég að gleyma einhverjum? Katrín Erla kom á óvart með að tala enn íslensku en eftir langa dvöl á Spáni ratar hún varla í Reykjarvíkurborg... alligevel, þá segi ég bara góða skemmtun á morgun allir!!!

Engin ummæli: