mánudagur, september 02, 2002
Góðan daginn kæru vinir og velkomin í skólann þið sem voruð að mæta aftur í HÍ. Uppsafnaða tilhlökkunin fyrir að byrja aftur í skólanum skolaðist niður í vaskinn þegar ég burstaði tennurnar snemma í morgun. En svo hitti ég hinar stúlkurnar og þær fóru að rifja upp fylleríssögur frá Spáni svo þetta er bara stórfínt allt saman. Hún Elsa er byrjuð að blogga og skora ég á hinar tjullurnar að vera ekki minni menn, eða konur, og skvera einu svona bloggi á netið svo maður fái að fylgjast með ykkar tryllta þankagangi. Ég verð samt að viðurkenna að ég hef orðið fyrir miklum vonbrigðum með sjálfa mig (er það til) af því að ég var eiginlega svona með þeim fyrstu í hópnum til að gera svona blogg núna í vor og fannst þetta allt saman agalega nýmóðins. Svo er mitt blogg bara lúðalegast af öllum. Ég hef ekki einu sinni sett inn gestabók eða neitt sniðugt og er bara algjör lumma, fyrir utan hvað þessar kisur eru barnalegar. Mér finnst mitt blogg ekki nærri nógu fullorðinslegt fyrir annars svo akademísklega (úff nú vantar mig orð á íslensku) þenkjandi stúlku eins og mig. Því mæli ég fastlega með að þið skoðið bara einhvern af þessum linkum, þetta eru allt mjög kúl og skemmtileg blogg! Njótið
Engin ummæli:
Skrifa ummæli