miðvikudagur, september 25, 2002

BRAVO
ég hef tekið þá ákvörðun að þegar mér dettur ekkert sniðugt í hug til að skrifa á þetta tjatt mitt ætla ég að fá lánuð nokkur gullkorn frá vinum mínum (þið skiljið, copy-paste) því stundum...bara stundum eru þeir mun sniðugari en ég. Sumir myndu kalla þetta ritstuld, en ég blæs á slíka fyrru (er ypsilon í því?). Ég bara tek smá sýnishorn frá einhverju sniðugu sem þetta ágæta fólk sem er mér hér á vinstri hönd hefur að segja og þá getið þið athugað þessa linka betur... ég vil byrja á elskulegri Elsu, en hún á algjöran snilldarkærasta sem heitir Jói. Ég veit að Jói fær sennilega rokkprik frá mínum rómantíska kærasta fyrir þetta gullkorn sem þið eruð í þann mund að fara að lesa: "Jói fór í Þórsmörk, vona bara að hann skemmti sér kallinn. Hann gleymdi samt að segja mér það þangað til í gær svo hann fær smá skammprik. Skamm skamm. Hann er ótrúlega gleyminn. Hélt samt ég yrði ekki eldri eitt árið þegar ég fann minnismiða, held það hafi staðið: Amma, tryggingar, skólagjöld og fleira merkilegt en síðast á listanum stóð: Elsa. Hann þurfti sem sagt miða til að muna eftir mér karlanginn. Karlmenn eru óskiljanlegir. Sérstaklega Jói, stundum!" ok, þið sem þekkið Elsu og Jóa vitið alla vega um hvað málið snýst... ég er enn að jafna mig eftir hláturskastið.

Engin ummæli: