mánudagur, september 16, 2002
Þriðji mánudagurinn á þessu skólaári... yndislegt! Helgin var mjög fín hjá mér, hvernig var ykkar? Föstudagurinn náttúrulega tærasta snilld enda héldum við háskólanördar Stúdentadaginn hátíðlegan þá. Mikil gleði þar á bæ en Jagúar skemmtu okkur á Stúdentakjallaranum og var ein ónefnd klessa, köllum hana bara Herdísi, fyrst til að stíga á dansgólfið, gott framtak. Laugardagurinn var svo önnur snilld, en þá fór ég í pizzuveislu hjá Sigríði Sjúkköpp og át yfir mig tvisvar, var eiginlega orðið flögurt. Ég kann mér bara ekki hóf þessa dagana. Annars er bara dottið á dúnalogn núna og ég get farið að einbeita mér að því að vera í skólanum... húrra.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli