Þetta kalla ég bisnessvit í lagi:
"Eigandi Bæjarins beztu vill biðja viðskiptavini sína afsökunar á að aðfaranótt sunnudagsins 25. júní tók starfsmaður okkar í Tryggvagötu upp á því á sitt einsdæmi að hækka verð á pylsum og gosi. Þetta var að sjálfsögðu gert án minnar vitundar og harma ég það mjög. Í staðinn vil ég bjóða þeim sem keyptu pylsur á þessu uppsprengda verði kost á því að koma til okkar 28. júní og fá ókeypis pylsu og gos."
Nú er nokkuð víst að einhverjir þeirra sem munu leggja leið sína á Bæjarins beztu til að þiggja eina með öllu ...ókeypis, voru ekki í hópi þeirra sem var okrað á aðfaranótt sunnudags. Þannig að eigandi Bæjarins beztu mun sennilega þurfa að gefa fullt af pylsum, en áttar sig á því að það er mun mikilvægara að halda viðskiptavinum ánægðum, svo ekki sé minnst á þessa frábæru auglýsingu, að birta afsökunarbeiðni á mbl.is. Kannski var þetta allt planað. Allsherjar plott. Spurning hvort það sé búið að eyða öllum tölvupóstum um málið?
mánudagur, júní 26, 2006
sunnudagur, júní 25, 2006
Nicole and Keith sitting in a tree...

Fyrir um stundarfjórðungi síðan náði Gummi þessari mynd þar sem Nicole Kidman, leikkonan ástsæla (og ástralska), mætti til messu með föður sínum. Þar ætlar hún að binda hnútinn með Keith Urban, sem er ástralskur köntrísöngvari. Athöfnin hófst rétt í þessu þannig að lesendur Tótlutjattsins eru sennilega fyrstir Frónverja til að fá þessar æsifréttir, beint í æð. Ég lét Nic vita í gær að því miður hefðu plönin breyst hjá mér og ég get ekki verið með henni á þessari mikilvægu stund í lífi hennar. Ég er að fara út að borða með Soffíu. En Nic var alveg sama því fullt af öðrum "selebbum" (það vantar gott íslenskt orð yfir selebb, mér leiðist að sletta) verða í brullaupinu. Má þar nefna Russel Crowe og Daníellu spúsu hans, Hugh Jackman (slef) og frú, Rene Zellweger og fleiri. Þetta verður örugglega frábært brúðkaup og truflað teiti. Góða skemmtun krakkar!
fimmtudagur, júní 22, 2006
Diskó
Þegar ég verð stór ætla ég að vera í alþjóðahvalveiðiráðinu því þeir halda fundi á diskótekum í karabíska hafinu skv. mbl um daginn. Andstæðingar hvalveiða, einhverjir Kiwis og Aussies voru að agnúast út í Japani fyrir að halda fundinn á diskói. Ég gef Samúræjunum rokkstig fyrir þetta "múv". Mjög smart. Mér finnst bara forkastanlegt af þessum fýlupúkum að mæta með einhvern lunta á diskóið.
Við fórum á líbanskan veitingastað um daginn. Guðmundur Sveinsson gerir málinu skil á www.blog.central.is/sydney. Kíkið á það. Það kom magadansmær. Hún var álíka ljót og klappstýrurnar á rugby leiknum um daginn. Ég dansaði samt við hana, bara ég og hún...tvær á sviðinu og 107 (einn eineygður) líbönsk augu á okkur. Líka tvö íslensk, tvö grísk, tvö amerísk og tvö írösk. Við Gummi vorum þarna með Aaron frá Texas, Georgiu grísku með nefið og Kassim frá Írak.
Að lokum vil ég minna alla á að styðja Socceroos gegn Króatíu í kvöld, af því að ég segi það. Ég get því miður ekki horft á leikinn þar sem ég hef selt sjónvarpið og hef annað að gera.
Við fórum á líbanskan veitingastað um daginn. Guðmundur Sveinsson gerir málinu skil á www.blog.central.is/sydney. Kíkið á það. Það kom magadansmær. Hún var álíka ljót og klappstýrurnar á rugby leiknum um daginn. Ég dansaði samt við hana, bara ég og hún...tvær á sviðinu og 107 (einn eineygður) líbönsk augu á okkur. Líka tvö íslensk, tvö grísk, tvö amerísk og tvö írösk. Við Gummi vorum þarna með Aaron frá Texas, Georgiu grísku með nefið og Kassim frá Írak.
Að lokum vil ég minna alla á að styðja Socceroos gegn Króatíu í kvöld, af því að ég segi það. Ég get því miður ekki horft á leikinn þar sem ég hef selt sjónvarpið og hef annað að gera.
mánudagur, júní 19, 2006
Pink
Eru ekki örugglega allir bleikir í dag? Ég er alla vega í stíl við heimasíðuna mína, þ.e.a.s. í bleikum náttfötum:) Til hamingju með daginn konur... og menn.
Ég var að glugga í fréttirnar áðan og sá þá þessa á visi.is:
"Bandarískur maður í giftingarhugleiðingum hljóp nakinn út á götu nýverið til að sýna hikandi kærustu sinni að áhætta er nauðsynleg. Það fór þó ekki betur en svo að hann var eltur og skotinn. Hjónaleysin voru að ræða um giftingu þegar maðurinn ákvað að sannfæra kærustuna með þessum hætti, en hoppaði inn í runna þegar hann sá par á göngu. Þau tóku eftir honum og gripu til vopna, svo sá berrassaði hlaut minniháttar áverka. Byssumaðurinn var handtekinn fyrir árás og fyrir að leyna skotvopni. Nakti maðurinn var ekki handtekinn."
Hahaha, já best að sýna henni að stundum þarf maður að taka áhættu og vera svo bara skotinn í bossann. Ég er ekki viss um að hún muni giftast honum, ég myndi alla vega hugsa mig tvisvar um áður en ég tæki áhættu með þessum manni. Hvað er annars málið með Bandaríkjamenn, það er ekki eins og hann hafi ráðist á þau, bara berrassaður gaur út í runna og þau elta hann og skjóta! ja hérna hér, eins og gott að þau verði ekki á Íslandi á Jónsmessunni. Hvernig er það annars, hafa einhverjir velt sér naktir upp úr dögginni? Ég og Aldís ætluðum einu sinni að vera flippaðar og fórum út í garð (NB það gat enginn séð okkur) í þeim tilgangi að viðhalda þessari íslensku hefð en vorum ekki flippaðri en svo að við fórum kannski úr sokkunum og peysunni en kappklæddar að öðru leyti.
Ég var að glugga í fréttirnar áðan og sá þá þessa á visi.is:
"Bandarískur maður í giftingarhugleiðingum hljóp nakinn út á götu nýverið til að sýna hikandi kærustu sinni að áhætta er nauðsynleg. Það fór þó ekki betur en svo að hann var eltur og skotinn. Hjónaleysin voru að ræða um giftingu þegar maðurinn ákvað að sannfæra kærustuna með þessum hætti, en hoppaði inn í runna þegar hann sá par á göngu. Þau tóku eftir honum og gripu til vopna, svo sá berrassaði hlaut minniháttar áverka. Byssumaðurinn var handtekinn fyrir árás og fyrir að leyna skotvopni. Nakti maðurinn var ekki handtekinn."
Hahaha, já best að sýna henni að stundum þarf maður að taka áhættu og vera svo bara skotinn í bossann. Ég er ekki viss um að hún muni giftast honum, ég myndi alla vega hugsa mig tvisvar um áður en ég tæki áhættu með þessum manni. Hvað er annars málið með Bandaríkjamenn, það er ekki eins og hann hafi ráðist á þau, bara berrassaður gaur út í runna og þau elta hann og skjóta! ja hérna hér, eins og gott að þau verði ekki á Íslandi á Jónsmessunni. Hvernig er það annars, hafa einhverjir velt sér naktir upp úr dögginni? Ég og Aldís ætluðum einu sinni að vera flippaðar og fórum út í garð (NB það gat enginn séð okkur) í þeim tilgangi að viðhalda þessari íslensku hefð en vorum ekki flippaðri en svo að við fórum kannski úr sokkunum og peysunni en kappklæddar að öðru leyti.
sunnudagur, júní 18, 2006
Hvalveiðar
Ian Campbell, umhverfisráðherra Ástralíu er iðinn við að rífa kjaft við hvalveiðiþjóðir. Japan og Ísland verða reglulega fyrir barðinu á honum, og nú síðast las ég í áströlskum fréttum að hann segir Japani ekki drepa hvali á mannúðlegan hátt (ég hefði kannski átt að orða þetta öðruvísi, frekar kaldhæðnisleg mótsögn í að tala um "að drepa á mannúðlegan hátt"). Ég nennti reyndar ekki að pæla mikið í þessari frétt, en að sjálfsögðu finnst mér, í öllum svona "dýraveiðum", að það eigi að gera það á snöggan og sársaukalítinn hátt. Fulltrúi Japana í alþjóðahvalveiðiráðinu svaraði þessum ásökunum og sagði að yfir 80 % dýranna væru veidd mannúðlega, og bætti svo "ætli Ian Campbell viti hvað kengúrurnar eru lengi að drepast í landinu hans?"
Nú veit ég ekki hvernig dauðdaga flestra kengúra er háttað, nema að ansi margar verða fyrir vörubílum en mér fannst þetta samt ágætur punktur. Hér eru kameldýr víst skotin úr þyrlum...las það einhvers staðar. Ekki finnst mér það mjög smekklegt. Já, hægara er að sjá flísina í augu náungans en ekki bjálkann í sínu eigin.
Nú veit ég ekki hvernig dauðdaga flestra kengúra er háttað, nema að ansi margar verða fyrir vörubílum en mér fannst þetta samt ágætur punktur. Hér eru kameldýr víst skotin úr þyrlum...las það einhvers staðar. Ekki finnst mér það mjög smekklegt. Já, hægara er að sjá flísina í augu náungans en ekki bjálkann í sínu eigin.
laugardagur, júní 17, 2006
Til sýnis

fimmtudagur, júní 15, 2006
ekkifrettir

2 vikur í brottför frá fanganýlendunni. Á flugvellinum mun bíða mín maður með spjald með nafninu mínu...vona ég. Ég er alla vega ótrúlega spennt að sja hvort það verði þannig en konan á ferðaskrifstofunni hefur lofað því. Ástralir eru reyndar með óráði þessa dagana, spennan yfir HM er að fara með fólkið enda ótrúlega miklir íþróttaáhugamenn. Hér var fagnað fram undir morgunn þegar Oz sigraði Samúræjana. OK, ég má ekki vera að þessu ...þarf að klára að læra.
sunnudagur, júní 11, 2006
Sydney-Kuala Lumpur-London-Keflavik
Þá er það komið á hreint að við Guðmundur eigum bara tæpar 3 vikur eftir hérna í Ástralíu. Erum alveg á fullu núna að reyna að klára skólann því það er ansi margt sem þarf að gerast fyrir 29.júní. Selja bíl, búslóð og ýmislegt annað. Fjúff. Við fljúgum til Kuala Lumpur og stoppum þar í nokkra daga, og svo til London og stoppum þar líka og svo er það bara Home sweet home. Ég panta fiskibollur eða rauðsprettu í matinn fyrsta kvöldið. EInhver að segja mömmu það. Takk.
föstudagur, júní 02, 2006
Dolly


Hér er svo páfagaukur að gæða sér á köngli. Þessir eru hérna út um allt, bara eins og snjótittlingarnir eða mávarnir heima., voða gæfir, ég gat næstum því klappað honum þessum en vildi ekki trufla hann við átið.