þriðjudagur, janúar 14, 2003

Uppskrift
Var alveg búin að gleyma því að hún Inga Steinunn bað mig um uppskriftina að brauðréttinum. Sko bara þekja botn á eldföstumóti (eða svoleiðis dóti) með franskbrauði (þó ekki með sultu), skera niðir eitt skinkubréf, papriku og ferska sveppi og strá yfir brauðið, bræða svo tvo camenbert osta með einum pela af rjóma í pottinum, hella því svo yfir allt heila klabbið. Að lokum er gott að strá rifnum ost yfir herlegheitin. Skella þessu svo í ofnin, man ekki hve heitan eða hve lengi, segjum bara 20 mínútur í hmmm....heitum ofni. Þú finnur útúr því. bon apétit!

Engin ummæli: