Kosningar
Það styttist í kosningarnar, já bæði kosningarnar í vor en mikilvægara... Kosningarnar í háskólanum. Það styttist í það minnsta meira í þær svo ég mun ekki röfla um hitt dótaríið sem er ekki fyrr en í maí. Í tilefni þeirra er stemmari smá saman að síast í mannskapinn, tilhlökkunin trítlar um kroppinn, en það verður sko nóg að gera. Þeir sem hafa áhuga á að vita eitthvað um Vöku eða eru forvitnir um Vökustarf vinsamlegast hafi bara samband við mig. Annars er það að frétta að í dag á ég að halda fyrirlestur sem gildir 50% í málvísindum rómanskra mála, en úbbosí, bókin sem átti að vera aðalheimildin fannst barasta ekki á Hlöðunni, svo ég neita að halda fyrirlestur. Og ef kennarinn segir eiithvað við því segí ég bara "VETO" sem ætti að virka vel í þessum kúrs (þeir sem vita eitthvað smá um sögu Rómaveldis skilja, þetta þýðir "ég neita" á latínu, hentugt fyrir þá sem hafa neitunarvald). Ég er eiginlega alveg viss um að Grímur sé "kona" eins og ágætur Guðjón vinur minn kallar læður, því að í gær var "hann" að kúra hjá mér og slysaðist til að liggja á bakinu. Mér sýndist ég sjá annað gat.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli