Þriðjudagar...
...eru ekki í miklu uppáhaldi hjá mér. Sérstaklega ekki þessi þriðjudagur í dag. Hann byrjaði með hressandi "spænskri málfræði fyrir lengra komna" um 10 í morgun. Stofan er eins og fangelsisklefi og ég skil ekki neitt í neinu, finnst eins og ég hafi aldrei lært spænsku en mér til huggunar þá líður hinum eins. Það var ógisla kalt í stofunni sem og öðrum herbergjum skólans ef kvennasalernið niðri í Aðalbyggingu er undanskilið en þar var kúkafýla! Í hádeginu las ég um kaffihúsamenningu Fransmanna í frönsku fyrir byrjendur II og til þrjú las ég svo Virgil með latínubekknum mínum. Ég held ég hafi jafnvel verið betur með á nótunum þar en í málfræðinni í morgun. Það gera þrjú tungumál í dag, og það kom ekki skapinu í lag. Ég er samt í fínu skapi, er að fara að trítla mér á Þjóðarbókhlöðuna að stúdera sérhljóðana fimm fræknu í spænsku. Að þeim stúderuðum langar mig heim að knúsa konuketttlinginn minn, hana Grímu:) en það verður sennilega ekki fyrr en seint og um síðir.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli