Bloggurum fjölgar
Til að byrja með vil ég óska yfirvarðhundinum til hamingju með nýja fína bloggið sitt. Kristín, velkomin í bloggaramannatölu. Nú er mikil pressa á að Sigga Sól fylgi í kjölfarið, því þá væru allir strumparnir, Clueless dömur komnar með svona blogg. Þetta er óneitanlega móðins í dag. Ég stend sjálfa mig að því að hugsa; "tja, langt síðan ég hef heyrt í Bryndísi, hvað ætli hún sé að bralla?? Best að kíkja á bloggið hennar" og í stað þess að hringja í Biddu Blue og veiða upp úr henni sögur um nýja kærastann og svoleiðis þá bara njósna ég netleiðis. Og ég veit bara ekkert hvað er að gerast í lífi þeirra sem ekki sjá sér fært að blogga. Ég er ömurleg. ÖMURLEG. Þetta verður að breytast. Þangað til bið ég alla um að heimsækja Hilly Billy netleiðis, en hún er í Madrid og heldur að öllum sé sama um sig. Hildur Edda, við elskum þig (alla vega ég)!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli