mánudagur, janúar 13, 2003

Sjúbbídúbbídú
dabbadibbídú, ég er í svo góðu skapi, tamm tamm tralalala... átti rokna stuðhelgi með Clueless skutlum í sumarbústað. Trúnó í pottinum, vídjógláp, át, gönguferðir, spil, át, stripp... og allt tilheyrandi. Púff, svona á þetta að vera. En nú er ég mætt á malbikið á ný og veruleikinn er tekinn við. Fór í bíó í gær á The transporter. Hasarmynd þið skiljið, fín afþreying með hrikalega myndarlegum leikara í aðalhlutverki, hann átti geðveikt hús á frönsku Ríverunni, geðveikan bíl, og alles. Hann er ekki lengur á lausu, alla vega ekki í myndinni. Á móti honum lék kona, asísk, sæt, en rosalega léleg og með svakalegan hreim, hún var það léleg í ensku til dæmis að hún gat engan veginn hljómað sannfærandi, en ég geri mér ekki grein fyrir hvort hún hafi verið betri á þeim köflum sem hún talaði kínversku eða hvað það var.Í hóp bloggara hefur bæst ein að mínum uppáhaldsmanneskjum, þó þið séuð öll sérstök í mínum huga. Hin sæta, brosmilda og nýtrúlofaða Erla er farin að blogga. Erla hefur sennilega ekkert betra að gera á kvöldin á Laugavatni en að blogga, en þar spriklar hún ásamt öðrum orkuboltum í Íþróttakennaraháskólanum. Jæja, nú styttist í fyrstu kennslustundina mína á þessari önn, voilá franska!

Engin ummæli: