miðvikudagur, janúar 22, 2003

Leitin að pungnum
Í gær þegar ég hljóp á milli bygginga á háskólasvæðinu til að forðast það að missa nefið í þessum gaddi hitti ég yngismey Ásdísi en þess má geta að hún er fróð um ketti. Hún á köttinn Láka og því tek ég smá mark á ráðleggingum hennar um ketti en um leið og konan óskaði mér til lukku með Grím spurði hún hvort hann væri ekki bara læða þar sem hann er þrílitur. Þá er það víst eitthvað málið hafði hún heyrt, en hafði þó ekki fyrir því öruggar heimildir. Þegar heim kom reyndi ég að fá Gumma til að leita að pungnum (æji, mér finnst eitthvað ljótt að tala um pung á litla sæta kisanum mínum, nú jæja) á Grímsa, en hann sagði að ég gæti bara sjálf fundið hann. Svo fór ég að gá, og vissi nú ekki alveg HVAR ég ætti að leita. Liggur í augum uppi að hann er einhvers staðar þarna undir, ekki hjá eyrunum eða svoleiðis. Ég er samt ekki viss, ég rétt náði að gá þarna rétt hjá rassinum og fannst grilla í einhvern hnoðra sem gæti vel verið pungur. Þetta var svona eins og lítill loðinn hóll, en kannski var þeta bara þykkildi eða hárflóki. Getur einhver hjálpað mér? Þangað til annað kemur í ljós er Grímur strákur.
Getnaðarvörn
Grímur er ekki bara sætur, skemmtilegur og fjörugur, nei hann er líka lifandi getnaðarvörn og honum fylgir ekki depurð, skapsveiflur né bólur. Honum finnst nefnilega best að kúra á milli:) Ekki mikið dodo á Vatnsendanum þessa dagana, hehehe. Reyndar kúrir hann lítið svona þegar okkur hentar. Hann leggur sig seinnipartinn en þegar við ætlum að fara að sofa vill hann slást og heldur Gummi Hlír því fram að ég setji amfetamín í matinn hans. Jæja, nóg um köttinn minn í bili, mjá.

Engin ummæli: