fimmtudagur, október 31, 2002
Veislan eftirminnilega
ok ok ok...sko nú hef ég nokkrar mínútur áður en ég fer í tíma til að segja hvað kom fyrir mig í gær. Ég sem sagt fór á "veisluna" í Þjóðleikhúsinu. Settist í eina sætið sem var laust við borðið og getiði bara hver átti sætið við hliðina á mér... HILMIR SNÆR! ekki slæmt, ha? hann á voða voða bágt í þessu leikriti en það vitið þið sem hafið séð það. Og ég var mikið að velta því fyrir mér hvort ég ætti ekki bara að taka utan um hann og hugga drenginn, þurrka tárin hans (sem flæddu NB). Kom svona umhyggju móðurtilfinning upp í mér, en ég lét bara nægja að segja "gott kvöld" við hann þegar hann hafði boðið mér gott kvöld. Það var nú allt og sumt. En sem sagt svo ég fari að koma mér að pönslæninu, þá fer leikritið mikið fram upp á borðinu og þegar ein leikkona var að stökkva niður á gólf á háu háu háu hælunum sínum lenti hún svona meira á andlitinu mínu en á gólfinu og ég fór næstum því að skæla, en ákvað að flissa frekar. Hún lenti kannski ekki beinlínis á andlitinu mínu, það eru reyndar ýkjur en hún sparkaði mjög fast í það og ég hélt ég myndi fá glóðarauga en ég var bara með rautt strik og pínu bólgin og rauð á vinstri hlið andlitsins, eiginlega allt farið núna. Þetta var samt ógeðslega vont og ég var alveg dofin og rauð og heit í framan LENGI. Hún stoppaði nú ekkert þrátt fyrir heiðarlega tilraun til að drepa mig, eða svona meiða mig. Held samt hún hafi tekið eftir þessu. Þetta var það merkilegasta sem kom fyrir mig í gær. Flott leikrit, sætir strákar.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli