föstudagur, nóvember 01, 2002
Góðan dag kæra veröld. Runninn er upp fagur dagur, þó er á honum einn galli, snjórinn er að fara sökum rigningar. Spurt er; fyrst Þórhildur er svo hrifin af snjó, hví finnst henni þessi rigingardagur þá svo fagur (RÍM)??? nú, einfaldlega af því að í dag er vísindaferð KÓLUMBUSAR HEPPNA ...skemmtilegasta nemendafélags í HÍ. Jamm,, við erum að fara í vísindaferð í SÍF og þið sem lesið þetta og megið ekki koma með getið komið í Odda klukkan 16:30 og séð stolta og glaða Tótlu trítla upp í strætó. Ég hlakka mikið til, er með smá hnút í maganum en við eigum eftir að læra svo margt vona ég í þessari ferð. Ýmislegt um fiskinn sem fer til Spánar, eða var það öfugt??? nei grín. Ég ætla ekki að skrifa hér meira í dag en hins vegar vil ég að þið athugið linkana hér til vinstri, hún Dögg er amatör í Bloggheimum, var að byrja bara í gær svo það er smá byrjendabragur yfir þessu hjá henni, ég vona að hún skrifi meira fljótlega. Einu sinni hét Dögg einnig Heiða í 13 ár og þá kallaði ég hana stundum Heidi Klum (eins og fyrirsætan því þær eru báðar svo sætar þó Dögg eigi vinninginn að sjálfsögðu hjá mér)..fyrst ruglaðist ég samt og kallaði hana Heidi Klein, en me´r finnst hún ekkert lík Calvin Klein...bara ekki baun. En ég leyfi henni að halda Klum nafninu þó Heidi fái að fjúka. Voilá Dögg! Óvenjulegt blogg hjá Dodda í dag þar sem hann lýsir hægðum sínum í smáatriðum en hann fékk í magann, meira að segja matareitrun á þriðjudagskvöld og hefur haft smá óþægindi í mallanum síðan þá. Ég vona að þér líði betur Doddi! Bryndís er að borða vatn og kálblað, athugið það (og segir okkur hinum að troða okkur út af nammi?!?!) Ásdís skoðar brúðarkjóla á netinu en tekst svo aldrei að setja myndirnar á netið...hahahaha...auli:) Þórey er vitlaus og henni er kalt...en á morgun syngur hún á tónleikum og ég hlakka svo til að fara, en ég er með smá sviðsskrekk fyrir hennar hönd. Hún er svo þaulvön að sennilega líður henni bara þrælvel. Og Elsa á góða færslu um temptation island...hehehe, góð komment þar, þetta með að manni líði bara betur við að sjá þessa kjána...hehehe. Alligevel, nenni ekki að linka á þetta fólk því linkarnir eru bara hér á bleiku ræmunni. Góða helgi.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli