Velkomin til Bloggheima
Þessi Bloggveröld er furðulegt fyrirbæri, maður verður bara frekar húkt á þessu sem er missniðugt. Hef staðið sjálfa mig að því að hugsa t.d. "jæja, langt síðan ég hef heyrt í Elsu, bezt að kíkja á bloggið hennar" í stað þess að hringja í stúlkuna. Er þetta rétt? ég bara spyr. Annars er Tótla litla í mömmó núna þessa vikuna, Anna Björk stóra systir og spúsinn hennar eru að spila golf í Andalúsíu (arg) og ég passa Bibba, húsið og bílinn:) á meðan. Fór á fjölsylduskemmtun í Digranesskóla í morgun þar sem börnin sungu "meistari Jakob" á ótal tungumálum. Höfðaði sérsaklega til mín, varð fyrir vonbrigðum þó með að spænskan var ekki tekin með. Í gærkvöldi kíkti ég örlítið á Temptation Island en ég hef hálfgerða óbeit á slíkum "reality" þáttum þó ég hafi alveg gaman af að sjá einn og einn. Hef núna séð einn Survivor og einn Temptation Island í allan vetur, en ég horfi hvort eð er ekkert á sjónkann. Sko, ég verð svo miður mín yfir hvað fólk er ógeðslegt bara haldandi framhjá maka sínum fyrir framan alþjóð... og allan heiminn. Nógu slæmt þó það væri ofan í skúffo og enginn vissi, en HALLÓ?!?!?! mömmurnar þeirra, pabbar, vinnuveitendur, vinir, ömmur...ALLIR sjá þetta. Jeminn eini hvað fólk selur sig ódýrt...sumir eru reyndar greinilega traustsins verðir en aðrir stökkva í fangið á einhverjum sem þeir hafa þekkt í 6 daga á einhverri óraunveruleika eyju þar sem það leikur sér með sólarolíu í annari og kokteilglas í hinni... Nógu asnalegt að taka þátt í þessu, en ætla að fórna kannski góðu sambandi fyrir einhvern hönk eða megabeib sem hefur það hlutverk að reyna sem mest að freista hinna!...það er rugl! Setningar á borð við "já ég finn það hvernig spennan magnast á milli okkar frá degi til dags...við getum talað um svo margt" "hann er svo sætur, og mikill herramaður og svo er hann svona hugsuður alveg eins og ég..." "við eigum svo margt sameiginlegt og það er gífurleg kynferðisleg spenna á milli okkar". Jæja, vitlaust fólk en alveg hægt að hlæja að því (ekki með). Ég samt verð aldrei húkt á svona, yrði það kannski ef ég hefði oftar tíma til að horfa á sjónvarpið, en mér líður betur eftir að hafa tjáð mig svona um mína skoðum á þessum þætti hér. Afbragðs sjónvarpsefni... hmmm, þýðingar bíða mín...læra læra læra!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli