föstudagur, október 11, 2002

halló. Bryndís benti á að þetta væri EKKI góð lýsing á mér í shout outinu (takk Bryndís) sko, í fyrsta lagi þá sit ég ekki allan daginn fyrir framan tölvuna því ég fer fyrst í skólann og svo vinnuna og á kvöldin er ég bara annað hvort þreytt eða að sinna einhverjum félagsstörfum. Í öðru lagi þá er ég algjör lúði og kann ekkert á tölvur, er samt búin að læra þetta með copy og paste og nota það óspart. Þriðja; ég drekk ekki bjór. Ég hef reynt nokkrum sinnum en það er sama hvernig ég reyni, ég kem honum bara ekki niður. Frekar kaupi ég mér trópí á 500 kall á bar en að drekka frían bjór. "Bjór fyrir framan tölvuna er bestur" ehhh, NEI! en nammi fyrir framan tölvuna er voða gott, og líka kex (en mamma og Gummi hafa bannað mér það út af lyklaborðinu) og margt fleira. ok ég er kannski með 30 contacta á msn, fæ svona 5-10 e-mail á dag... og jú mér finnst gaman í skólanum því þar eru flestir vinir mínir og ég get komist í tölvu hvenær sem er. Ég er að hugsa um að taka prófið aftur og reyna að verða önnur týpa. Er það svindl? Eða er ég kannski hér með orðin tölvunörd, byrja daginn á að deila þessum hugsunum mínum með blogginu mínu og ykkur sem lesið það, og tek svo eitthvað asnalegt nettest aftur til að fá útkomu sem ég get sætt mig við. Hmmm, nú hef ég eitthvað til að hugsa um í dag, og ég ætla að komast að því hver ég raunverulega er... og svo sættast við þá niðurstöðu sem ég kemst að, ef það gerist þá nokkurn tíma. Jeminn eini, ég held ég þurfi bara að fara á doktor.is og láta greina mig núna.

Engin ummæli: