Áfram Ísland!
Leikurinn í kvöld! Ísland vs. Litháen. Ég held að við ættum að taka Skotana okkur til fyrirmyndar, en þeir styðja sitt lið...sama hvað. Við á hinn bóginn höfum lítinn áhuga á "strákunum okkar" nema þeir séu bestir. Reyndar held ég að landsliðið eiga marga dygga stuðningsmenn en neikvæð umfjöllun fjölmiðla vill smita út frá sér. Þess vegna ætla ég á völlinn í kvöld. Spurning hvort við Íslendingar ættum að vera jafn þjóðleg og Skotarnir... Í ullarhosum, gúmmítúttum og lopapeysu með slátur í nesti og heimabrugg á pela??? eða bara svona "nýmóðins þjóðleg", þ.e. í appelsínugulum regngúmmígalla frá 66 gráðum norður??? ég held mig við flís, kók og draum!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli