fimmtudagur, nóvember 06, 2003

Nammisvín
Ég hef ákveðið að deila einu viðkvæmu máli með lesendu Tótlutjattsins. Haldið ykkur fast, ég er komin í nammibindindi! Þið sem þekkið mig vel vitið jafnframt að ég elska nammi sem er allt í lagi svo sem en það slæma er að ég hef varla stjórn á neyslunni lengur. Ég er nammisvín! Við Gummi Hlír skoruðum hvort á annað að fara í nammibindindi og setjum okkur afar raunhæf markmið: viku í senn! Allt nammi, snakk og ís (já....það er það versta) er bannað en gos og popp er leyfilegt og líka bakkelsi með súkkulaði í. Á sunnudaginn má hann svo fá sér Dorritos (ef hann vill) og ég fæ ís ef þetta tekst. Ég sé fram á að hafa efni á utanlandsferð ef ég hætti að kaupa nammi, svona eins og þegar stromparnir hætta að reykja, leggja peninginn fyrir og komast allt í einu til útlanda. Sykur er mitt nikótín. Nú ætla ég að berjast við sælgætisdjöfulinn. Þyrfti helst að hætta líka að drekka gos en ég byrja á þessu. Þetta er orðið svo slæmt að strax á öðrum degi svindlaði ég smá. Eftir langan og erfiðan dag fann ég poka af appolo lakkrís í töskunni minni (afgangur frá helginni). Eftir að hafa opnað og lokað pokanum nokkrum sinnum til að þefa af góðgætinu fékk ég mér mola. Hins vegar hef ég ekki klikkað aftur og mun ekki gera. Fall er fararheill.

Engin ummæli: