fimmtudagur, nóvember 27, 2003

Amanda
Ég lýsi hér með eftir Amöndu Homewood. Ég fann "boarding cardið" hennar í vasanum á gallabuxunum mínum áðan þegar ég var að taka til í þeim. Ég fann náttúrulega ýmsa slíka miða merkta mér en líka þennan frá easyJet (flaug sjálf ekkert með þeim). Amanda átti flug 22.11 frá London til Zurich... boarding time 17:25. Hvernig endaði þessi miði í vasanum mínum, ég var ekki einu sinni á ferðalagi þegar þetta var. Ég vona að Amanda sé ekki enn á flugvellinum í London.

Engin ummæli: