föstudagur, nóvember 14, 2003

Blogglög
Undarlegt með þetta bloggsamfélag. Ég hef verið að velta því fyrir mér hvort fólk (þ.á.m. ég) kunni að höndla þetta. Mér finnst fólk ekkert spá hvað það talar um og leyfa sér að segja ótrúlegustu hluti sem það myndi annars ekki segja upphátt. Ég er þó ekki að segja að það ætti að setja "blogglög" eins og titillinn gefur í skyn því það ríkir ritfrelsi í Bloggheimum en það má samt ekki misnota það. Margir bloggarar hika ekki við að gefa sína skoðun, sem er svo sem í lagi, en það hræðir mig hvernig fólk virðist skrifa illa um hvern sem er. Orð mín um latínukennarann minn í MR hérna nokkrum færslum neðar voru kannski ekki falleg en þau eru náttúrulega líka sögð í gríni en það er svo auðvelt að mistúlka svona blogg. Bloggarar ættu kannski að vera tilbúnir að verja orð sín þegar þeir eru spurðir utan Bloggheima. Ég hugsi ég dragi bara orð mín um þennan ágæta mann tilbaka. Hvað finnst ykkur? Er eðlilegt að blogga illa um samborgarana (sem jafnvel álpast inn á bloggið manns) ???

svo er bara idol í kvöld:)

Engin ummæli: