sunnudagur, nóvember 30, 2003

Aðventa
Ótrúlegt en satt en í dag er fyrsti sunnudagur í aðventu! Líka ótrúlegt en satt, á morgun er 1.des og próf í viðskiptaspænsku hjá mér. Er á safninu núna að reyna að drekka í mig spænskan orðaforða sem ég hef aldrei heyrt eða þurft að nota (vei). Prófið er í fyrramálið en eftir það fer ég á 1.des hátíð stúdenta og mæli með að allir láti sjá sig. Háskólanemar ættu að hafa fengið dagskrána senda í pósti. En það kemst fátt að í kollinum á mér núna en spænskan. Gangi mér vel!

Engin ummæli: