laugardagur, nóvember 01, 2003

Hrekkjavaka
Í gær gerði ég svolítið skemmtilegt. Ég fór á Hrekkjavöku sem félag erlendra nema stóð fyrir í Hressingarskálanum. Ég hafði lítinn tíma til að spá í búningum, en var á endanum skólastelpa (sem ég og er). Það var lítið mál. Var bara í hvítri skyrtu og með útskriftabindið hans Gumma, í skólabúningspilsi sem ég keypti einhvern tíma á Spáni og undirpilsi sem ég notaði hér i den og hnésokkum sem ég notaði líka í den. Ótrúlegt að finna þetta samt. Svo setti ég slaufu í hárið og var með kringlótt nördagleraugu sem ég fékk í Hókus Pókus og þau gerðu útslagið:) Mæting var nokkuð góð og það koma mér á óvart hversu margir voru í búning. Ég skemmti mér rosalega vel en eftir að ég kom á Felix var bara eins og slokknaði á stuðinu (skrýtið!). Held samt að það hafi ekki verið bara Felix að kenna, ég var orðin svakalega þreytt... eða kannski "þreytt". hmmm. Hildur Edda alþjóðafulltrúi var jóker. Hún hefur eflaust verið best skóuð á svæðinu enda í rauðum dansiskóm frá Spáni. Ég held hún hafi ekkert dottið eða brotið sig þetta kvöldið... alla vega ekki enn þegar ég kvaddi hana, en eins og flestir vita þá hafa dansgólf og hælaháir skór ekki alltaf reynst Hildi hliðhollir. Segi ekki meir, takk:)

Engin ummæli: