mánudagur, mars 31, 2003

Eitthvað skrýtið...
...í gangi, því þó fólk skrifi eitthvað í shout-outið hjá mér þá kemur það alveg en stendur aldrei hversu mörg, skiljiði, kíkið bara þá fattið þið. Allavega, ég fór til Þóreyjar á laugardaginn að hitta fullt af skvísum, borðuðum gómsætar heimabakaðar flatbökur, supum á hinum ýmsu veigum, áfengum sem óáfengum (held reyndar að flestar hafa einmitt verið í kókinu), átum nammi, horfðum á söngvakeppni framhaldsskólanna og hljógum mikið að kynnunum. úff og púff. Mér finnst að það ætti frekar texti að renna yfir skjáinn með upplýsingum um næsta flytjanda (og aðstandendur þess mega muna að það eru tvö s í framhaldSSkóli!!!) en að hafa tvær gelgjur þarna á einhverju egótrippi. Og nemendur í No Name skólanum á Akureyri hefðu líka mátt slaka aðeins á dökka augnskugganum á dömurnar. Jeremías, sumar voru svona eins og koalabirnir... En mér fannst margir vera alveg ótrúlega góðir og atriðin mjög vönduð. Greinilegt að krakkarnir leggja mikið á sig og eru hæfilekaríkir. Besta atriðið vann að mínu mati, ég var hissa að Kvennóstelpan næði ekki sæti (fyrsta atriðið) og MK-gellan hefði sko alveg mátt fá einhver svona hugrekkisverðlaun. Það besta var þó að hitta eðalskutlur og hlæja og spjalla. Takk fyrir mig Tóti Sif:)

Engin ummæli: