fimmtudagur, mars 06, 2003

árshátíð... og fleira gaman
Á morgun verður gaman. Þá er árshátíðin okkar, og verður hún að sjálfsögðu suðræn flétta af sangríu, spænskum réttum, salsasporum í bland við venjulegt íslenskt djammkvöld þar sem maður þarf sennilega að koma í stígvélum og þykkri kápu yfir fína dressið, fólk syngur "final countdown" og fer á trúnó. Það er nefnilega þannig að þó að við spænskunemar séum kannski flest frekar innstillt á spænska/s-ameríska menningu þá erum við íslensk. Ætli við séum ekki ljósu strípurnar í svörtu suðrænu fléttunni sem ég var að tala um. Kærinn minn var að lýsa því fyrir mér um daginn hvernig stíl ég hefði á dansgólfinu, hann sagði að ég væri eins og "önd sem er að reyna að hrista vatnið af stélinu" (orðrétt) og er þá að vísa til mjaðma/rassa-hreyfinga/hristinga minna. Halelúja, ég var frekar móðguð (ekki segja honum). Þetta var á sunnudagskvöldið, í dag er fimmtudagur og ég er farin að sjá fyndnu hliðarnar á þessu... aðeins.
ammlið...
ég átti ósköp venjulegan afmælisdag en hann var eiginlega alveg ágætur. Sandra sæta setti ábyggilega met, því fyrst hringdi hún frá London til að gratulera stelpuna, svo um kvöldið kíkti ég í tölvuna, og þá var e-mail frá henni OG hún skrifaði í gestabókina. Takk Sandrímus:) mér þótti vænt um símtalið, fer að hringja bráðurm. Og svo fékk ég að sjálfsögðu margar fleiri afmæliskveðjur, takk fyrir þær. Fleiri áttu afmæli, þann 1.mars: Inga Steinunn HR-dama, Ingibjörg Ýr hin verðandi móðir. 2.mars: Herdís bráðum hagfræðingur og Arndís heimsreisuverkfræðiskutla með meiru. Allar urðu 23 nema hin síðastnefnda sem er ögn þroskaðri og árinu eldri, ég náði henni aldrei, huhu, en ég er keisarabarn og það átti að sækja mig á degi kenndan við ár og hlaup. Telst það með? Þá ætti ég að vera eldri en hinar (að Arndísi undanskilinni). Ok, en ég nennti ekki að linka á þessar dömur enda eru linkarnir hérna til hliðar:) swing...........

Engin ummæli: