miðvikudagur, apríl 02, 2003

klón spón
Bryndís talar um að hún þyrfti að láta klóna sig, já ég er sammála akkúrat núna. Gaman ef fleiri gætu notið þess að kynnast manni, ahaha, nei grín sprín. Nei sko, ég er að fara til Sverige í fyrramálið á NOM ráðstefnu (norræn stúdentaráð, eða svoleiðis) með honum Pétri mikla eins og hann kallar sig víst sjálfur:) hann er hress og kátur Röskvusnáði og ég held að það verði bara gaman hjá okkur og henni Gunnu sem fer líka (fyrir BÍSN). Við verðum í Stokkhólmi en þangað hefur mig lengi langað. Áður en ég kemst út verð ég þó að gera heljarinnar ósköp sem ég hef frestað of lengi að gera... úff púff, nenni ekki að telja það upp hér. Samt kannski ekkert svo agalega mikið, bara smá mikið. Ég vona að ég komist í tölvur í Svíalandi svo ég geti sagt ykkur hvernig McDonalds er þarna og friggadellurnar. olrætí, hejdaa!

Engin ummæli: