sunnudagur, mars 09, 2003

Pása? ekki pása?
ég er svo ódugleg við að blogga að ég er að pæla í að taka mér svona bloggpásu eins og Doddi. Veit samt ekki. Hvað um það, sl. föstudag var haldið upp á gleði kennda við árið í spænsku og fleiri deildum. Þvílíkt og annað eins fjör. Dagurinn sjálfur einkenndist af stressi og peningarugli... borga dj-unum, borga matinn, rukka hér og þar bla bla bla, kaupa sæng og kodda og svoleiðis fyrir hina spænsku Juliu sem er nýkomin til landsins. Lagðist í bleyti um miðjan dag og var komin til Sigrúnar Lóu um fimm. Það var brill því Sigrún Eyjólfs málaði mig, Klöru og Sigrúnu Lóu. Ég hef held ég aldrei látið mála mig, en stúlkan er snillingur svo ég var mjög ánægð. Hey, ég er að plata, ein kvensa málaði mig í Victorias Secret í New York um daginn. Mér leið nú eins og asna þá, "horfðu upp! niður! ekki loka! hálfopinn munn! fín kinnbein! nei ekki svona bogin!" bla bla, hvað á maður að segja? Sigrún var miklu betri. Gellan í leyndarmáli Viktoríu málaði mig vel en frekar mikið, mér fannst ég vera svona "bold and the beautiful". Árshátíðin sjálf var líka grand, góður matur, sniðug skemmtiatriði, flamencodansari, kúbanskur dansari, gítarspil og söngur o.s.frv. og að lokum komu Gullfoss og Geysir og ég dansaði eins og ég ætti lífið að leysa. Mér fannst ég mjög fín, í svarta strandakjólnum hennar ömmu í Fells (sniðugur yfir bikiníið, nú eða bara nærfötin) og dansiballsskónum hennar múttu, með appelsínugula rós um mittið og klút í sama lit um hárið. Gaman að vera í kjól, dansi dansi dúkkan mín... dæmalaust er stúlkan fín:)

Engin ummæli: