Myndirnar eru kannski ekki í bestu gæðum og reyndar ekki í fókus en það er smá panikk hérna þegar maður reynir að ná brosmynd því ungi maðurinn brosir ekki eftir pöntunum.
sunnudagur, janúar 06, 2008
Moli Marley
Þegar það liggur illa á Mola, hann er t.d. reiður eða þreyttur finnst honum best að hlusta á Bob Marley og vanga við mömmu sína. Þá kemst hann strax í gott skap. Reyndar sofnar hann yfirleitt um leið:)



Myndirnar eru kannski ekki í bestu gæðum og reyndar ekki í fókus en það er smá panikk hérna þegar maður reynir að ná brosmynd því ungi maðurinn brosir ekki eftir pöntunum.
Myndirnar eru kannski ekki í bestu gæðum og reyndar ekki í fókus en það er smá panikk hérna þegar maður reynir að ná brosmynd því ungi maðurinn brosir ekki eftir pöntunum.
fimmtudagur, janúar 03, 2008
Maður ársins!
Maður ársins 2007 hefur verið valinn! Dómnefndin hér í Fífuhvammi hefur komist að niðurstöðu ...má ég kynna Mola:
Jólin komu og fóru, við fögnuðum fæðingu frelsarans á klassískan hátt; skreyttum, átum, opnuðum gjafir og nutum þess að vera með vinum og ættingjum. Sonurinn tók mikinn kipp og mældist 60 cm á lengd í 6 vikna skoðuninni í morgun! Hann fór líka í sína fyrstu pössun 29.des þegar Guðrún og Daði gengu í það heilaga og við fögnuðum þeim áfanga með þeim. Amma og afi á Háaleitisbraut dekruðu við nýliðann á meðan við foreldrarnir fórum í dásamlegt brúðkaupið.
Hér eru þeir feðgar að knúsast á jólanótt heima í Fífuhvammi. Við byrjuðum kvöldið á Vatnsenda þar sem var elduð rjúpa fyrir dekurrófuna mig (NB ég bað ekki um það enda borða ég næstum hvað sem er, það er bara hugsað svo rosalega vel um mig). Því næst héldum við til systu og co þar sem ég er vön að halda jólin og varð bara að fá minn skammt af þeim:) Að lokum fórum við heim í okkar kot og héldum hér litlu jól á náttfötunum eins og Ameríkanar.

Gamlárskvöldi vörðum við hjá mömmu og pabba og sonurinn svaf öll lætin af sér. Skaupið fór bara nokkuð vel í okkur... þó pabbi hafi sennilega verið sá eini sem hefur séð LOST. Mér finnst annars sniðugt hvað þjóðin tekur skaupið alltaf nærri sér. Held að mín kynslóð sé enn á því að skaupið '85 hafi verið það besta (kommon við vorum 5 ára) og því er erfitt að toppa það! Það er vandlifað.
Jólin komu og fóru, við fögnuðum fæðingu frelsarans á klassískan hátt; skreyttum, átum, opnuðum gjafir og nutum þess að vera með vinum og ættingjum. Sonurinn tók mikinn kipp og mældist 60 cm á lengd í 6 vikna skoðuninni í morgun! Hann fór líka í sína fyrstu pössun 29.des þegar Guðrún og Daði gengu í það heilaga og við fögnuðum þeim áfanga með þeim. Amma og afi á Háaleitisbraut dekruðu við nýliðann á meðan við foreldrarnir fórum í dásamlegt brúðkaupið.
Hér eru þeir feðgar að knúsast á jólanótt heima í Fífuhvammi. Við byrjuðum kvöldið á Vatnsenda þar sem var elduð rjúpa fyrir dekurrófuna mig (NB ég bað ekki um það enda borða ég næstum hvað sem er, það er bara hugsað svo rosalega vel um mig). Því næst héldum við til systu og co þar sem ég er vön að halda jólin og varð bara að fá minn skammt af þeim:) Að lokum fórum við heim í okkar kot og héldum hér litlu jól á náttfötunum eins og Ameríkanar.
Gamlárskvöldi vörðum við hjá mömmu og pabba og sonurinn svaf öll lætin af sér. Skaupið fór bara nokkuð vel í okkur... þó pabbi hafi sennilega verið sá eini sem hefur séð LOST. Mér finnst annars sniðugt hvað þjóðin tekur skaupið alltaf nærri sér. Held að mín kynslóð sé enn á því að skaupið '85 hafi verið það besta (kommon við vorum 5 ára) og því er erfitt að toppa það! Það er vandlifað.
laugardagur, desember 29, 2007
Molajól
sunnudagur, desember 23, 2007
enn fleiri myndir:)
Nýr skammtur af myndum hér:) Einhver spurði hvort sonurinn væri kominn með nafn. Svarið er nei. Við höfum varla gefið okkur tíma til að ræða nöfn en höfum samt hugmyndir. Þurfum bara að velja. Við fengum skemmtilega heimsókn í dag en Vala frænka og Þórey frænka komu hingað til að dást að syninum. Honum líkar öll athygli vel svo þetta var allt saman mjög huggulegt.


miðvikudagur, desember 19, 2007
"Gracias a la vida...
...que me ha dado Moli."
Loksins loksins, ný mynd af Molanum mínum. Allt að verða vitlaust í kommentum og Bryndís, klikkaða tían í Madrid farin að vitna í Joan Baez (svo ég gerði hið sama í fyrirsögn með ögn breyttu sniði) og ég veit ekki hvað og hvað. Takk elsku lesendur fyrir að láta vita af heimsókn ykkar hingað á síðuna mína. Það hefur komið mér mjög skemmtilega á óvart að sjá hverjir hafa ratað hingað inn og þið trúið ekki hversu mikið það gleður mig og hvetur mig að sjálfsögðu til að skrifa nokkur orð oftar. No worries, ég geri mér grein fyrir því að þið eruð hér fyrir Molamyndirnar en ekki bullið í mér svo við skulum vinda okkur beint í þær:

Ég kom að þeim feðgum svona í fyrradag, þeir voru að leggja sig. Það er ekki mikið jólastress á þessum bæ:)
Þessi mynd er ekkert spes af Mola en æðisleg af stóra frænda hans, Steingrími Degi sjóræningja. Moli er svo heppinn að vera ríkur af frábærum frænkum og frændum sem hann á eflaust eftir að líta upp til.
Þarna er sonur minn að lesa bók í rúminu svona eins og sannir nautnaseggir gera í jólafríinu. Músin Molly fylgist með en það sést reyndar bara í búkin á henni. Mér finnst skugginn af honum skemmtilegur á þessari mynd, minnir mig á Pétur Pan (takið eftir nefinu) en ég hef alla tíð verið mjög skotin í Pétri Pan:)
Loksins loksins, ný mynd af Molanum mínum. Allt að verða vitlaust í kommentum og Bryndís, klikkaða tían í Madrid farin að vitna í Joan Baez (svo ég gerði hið sama í fyrirsögn með ögn breyttu sniði) og ég veit ekki hvað og hvað. Takk elsku lesendur fyrir að láta vita af heimsókn ykkar hingað á síðuna mína. Það hefur komið mér mjög skemmtilega á óvart að sjá hverjir hafa ratað hingað inn og þið trúið ekki hversu mikið það gleður mig og hvetur mig að sjálfsögðu til að skrifa nokkur orð oftar. No worries, ég geri mér grein fyrir því að þið eruð hér fyrir Molamyndirnar en ekki bullið í mér svo við skulum vinda okkur beint í þær:
Ég kom að þeim feðgum svona í fyrradag, þeir voru að leggja sig. Það er ekki mikið jólastress á þessum bæ:)
Þessi mynd er ekkert spes af Mola en æðisleg af stóra frænda hans, Steingrími Degi sjóræningja. Moli er svo heppinn að vera ríkur af frábærum frænkum og frændum sem hann á eflaust eftir að líta upp til.
Þarna er sonur minn að lesa bók í rúminu svona eins og sannir nautnaseggir gera í jólafríinu. Músin Molly fylgist með en það sést reyndar bara í búkin á henni. Mér finnst skugginn af honum skemmtilegur á þessari mynd, minnir mig á Pétur Pan (takið eftir nefinu) en ég hef alla tíð verið mjög skotin í Pétri Pan:)
fimmtudagur, desember 13, 2007
Rauð jól?
Ég ætla ekki að skrifa um veðrið. En samt. HVAÐ ER Í GANGI??? Húsið nötraði í nótt og ég heyrði varla eigin hugsanir fyrir látunum í veðrinu. Mér finnst vont veður reyndar alltaf pínu spennandi (svo lengi sem ekkert hræðilegt gerist) og ýtti reglulega á "refresh" takkann á mbl í von um æsispennandi fyrirsagnir á borð við "fjúkandi ruslatunna sneiddi snjókarl í tvennt". Hef mikið pælt hvernig fór fyrir öllum upplýstu snjókörlunum, jólasveinunum, Maríunum og Jesúbörnunum sem prýða nú garða landsins.
Fyllti tvær stórar krukkur af engiferkökum í gær. Húsbóndinn aðstoðaði mig smá. Hann býðst ekki til að elda eða baka af fyrra bragði en á það til að leyfa sér að koma með athugasemdir eins og "ég myndi skera sveppina öðruvísi" (ég gerði Flúðasveppasúpu í gær) eða "af hverju hefðurðu piparkökurnar svona litlar". Hmmm, betra bara að sleppa svona kommentum þegar maður situr á bossanum og fylgist með húsfreyjunni elda og baka ofan í sig. Eða bara gera þetta sjálfur:) ...en ég tók þessu svo sem ekki illa.
Læt mynd af nýliðanum okkar fylgja með. Hann sefur á daginn, vakir á nóttunni. Það sést á mér:)
þriðjudagur, desember 11, 2007
mánudagur, desember 10, 2007
grúppía
föstudagur, desember 07, 2007
Jólajóla!
Desember kom á sínum tíma eins og við var að búast þrátt fyrir að ég teldi mig ekki klára í slaginn. Þá er mál að skreyta og punta og því komið smá babb í bátinn. Vér hér í Fífuhvammi eigum ekki svoleiðis fínerí. Ég er reyndar mikið jólabarn en það sem er stöðvar mig er valkvíðinn. Mér finnst erfitt að finna jólaskraut. Fór í leiðangur síðustu helgi með það eina markmið að sanka að mér skrauti en kom heim með nokkra köngla og lakkrís (ekki til skrauts heldur áts). Úff. Er þó búin að baka engiferkökur og Gummi er búinn með þær. Eftir bara svona tvö ár getur hann kennt syni sínum um það, en reyndar hugsa ég að ég muni notfæra mér þetta gamla góða trix meira en Gummi... það er bara aðeins of snemmt núna. Ég er hrædd um að Gummi myndi sjá í gegnum "en það var Moli sem kláraði allar kökurnar og súkkulaðið". Við pabbi erum bæði vön að nota þetta trix en nú eru þau mamma bara tvö eftir í kotinu svo hann verður víst að viðurkenna sekt sína þegar mamma skammar hann fyrir að klára smákökurnar. Jæja, ég vona að allir séu að njóta aðventunnar og hendi hér inn einum mola:)
laugardagur, desember 01, 2007
kysstur og knúsaður
fimmtudagur, nóvember 29, 2007
meiri Moli
Það er gífurleg eftirspurn eftir myndum af litla monsanum svo maður reynir bara að anna þessu:) Við ætlum ekki að setja upp barnalandssíðu eða eitthvað slíkt en ég set einhverjar myndir hér áfram. Lífið gengur bara vel í Kópavoginum, hann sefur og drekkur nema að á kvöldin veit hann ekki alveg hvað hann vill og ýmist drekkur eða liggur á brjóstinu mínu (steinsofandi) eins og hundur með beinið sitt, og sármóðgast ef mér dettur í hug að leggja hann frá mér. Í nótt leið honum greinilega eitthvað illa og gekk illa að sofna svo ég er ansi lúin sjálf. Við bara krossleggjum fingur og vonum að hann fái ekki hina alræmdu magakveisu eins og svo mörg börn (og báðir foreldrar hans) ...vona bara að þetta hafi verið eitthvað loft og hann hafi þurft að leysa vind:)
sunnudagur, nóvember 25, 2007
Geisp...
Í dag er litli Molinn okkar vikugamall! húrra húrra... og foreldrarnir eru enn dáleiddir að þessari fegurð og hafa ekki augun af unganum sínum:) ég vara ykkur við, þessari væmni í nýbakaðri móður lýkur ekki í bráð þannig að þeir sem eru ekki með þolinmæði fyrir meira "mússí mússí" og mont í mér geta hvílt tótlutjattið í bili því ég mun bara halda áfram að vera upptekin af honum:) ...og að setja trilljón broskalla í hverja færslu:) :) :)
föstudagur, nóvember 23, 2007
fimmtudagur, nóvember 22, 2007
Halló heimur...
miðvikudagur, nóvember 14, 2007
Jólagjöfin í ár!
Ég las á mbl í vikunni að einhver nefnd hefði verið fengin til að velja "jólagjöfina í ár". Þessi nefnd valdi GPS tæki sem það heitasta í pakkann 2007. Puff, þau hljóta hreinlega að hafa fengið eitt slíkt tæki hvert fyrir að velja það. Ég er alls ekki sammála þessu, kannski sniðugt fyrir rjúpnaskyttur og flakkara en rosalega held ég að margir eigi eitt svona tæki í skúffunni sinni og noti það lítið. Nei ÉG skal segja ykkur hver jólagjöfin í ár er og það vill líka svo skemmtilega til að hún er mun ódýrari en GPS tæki. Haldið ykkur fast. Jólagjöfin í ár.... eeeeeeeeer.......
PUKKI BOLLYWOOD BABY
...nýjasta geislaplata Leoncie!
Skellið ykkur á eintak ef þið viljið vera viss um að ná að gleðja ástvini ykkar:)
PUKKI BOLLYWOOD BABY
...nýjasta geislaplata Leoncie!
Skellið ykkur á eintak ef þið viljið vera viss um að ná að gleðja ástvini ykkar:)
miðvikudagur, nóvember 07, 2007
Ólöf á Indlandi!!!
Ég vil vekja athygli lesenda á nýjum link hér undir "fleiri vinir" en það er hún Ólöf Inga vinkona mín og skokkfélagi hér á árum áður sem er farin að blogga um komandi ævintýri á Indlandi. Hún er mætt í karríið og ætlar að vera þarna þangað til hún hefur fundið sér eiginmann. Nei grín. Hún er að bjarga heiminum:) ...og við ætlum að fylgjast með því. Ohhh hvað það er gott að vita að maður á svona fulltrúa í Asíu (Ólöfu) og Afríku (Arndísi Ósk) sem sjá um að bjarga heiminum á meðan við hin erum upptekin af okkur sjálfum:) Ég lagði inn á reikning Arndísar um daginn en hún stendur fyrir söfnun sem ég hef sagt áður frá. Mér finnst alltaf gaman að velta fyrir mér þeirri heimspekilegu spurningu af hverju tökum við þátt í svona söfnunum, og hjálparstarfsemi. Er það af því að við viljum virkilega hjálpa þeim sem minna mega sín? ...eða af því að það lætur okkur líða vel? ...friðar líka pínu samviskuna. Er reyndar viss um að það er blanda af þessu öllu. Ég vil virkilega koma að einhverju gagni og láta gott af mér leiða en það lætur mér líða vel með sjálfa mig í leiðinnin. Sem er kannski bara svona rúsínan í pylsuendanum og allt í góðu lagi með það. Finnst góð umræðan sem hefur verið í gangi síðustu daga um þróunaraðstoð. Að það þýðir ekkert að dæla peningum í Afríku þar sem spillingin er svo mikil. Ekki gefa fátæka bóndanum pening fyrir mjólk, gefðu honum heldur mjólkandi belju og þar fram eftir götunum. Arndís mun einmitt koma peningunum úr söfnuninni sjálf í gagnið svo þeir skila sér alveg örugglega þangað sem þeir eiga að fara. Okei, hugsum aðeins um þetta... en það er kominn matartími hjá mér. Takk.
miðvikudagur, október 17, 2007
Ekki fréttir
Hvað er að frétta? frekar fátt svo sem. Börnin bókstaflega hrúgast í kringum mig, já já meðgöngu líkur víst með fæðingu og nú eru ansi margar vinkonur orðnar mömmur. Mín meðganga gengur vel nema ég þarf að vera róleg og vinn því ekkert svo mikið.
Það er hálfgerð gúrkutíð eins og stendur hjá mér en ekki hægt að segja það sama um íslenska fjölmiðla sem hljóta að detta í það daglega til að fagna viðburðarríkum degi. Þvílíkt og annað eins drama sem hefur verið í gangi, gjörsamlega búið að grilla Villa (hann sá reyndar um það sjálfur að hluta til) og fólk nær ekki andanum af æsingi. Held reyndar að innan við 10% borgarbúa skilji þetta REI mál. Ég á í basli með það og svo finnst mér þegar talað er við "fólkið af götunni" í fjölmiðlum eins og það viti bara sjaldnast nokkuð í sinn haus. Það styður sitt lið (sama hvaða lið það er) og er skúffað og foj og ég veit ekki hvað og hvað en veit samt varla af hverju. Ég held ég sé sátt í Kópavoginum nú þegar þessir prakkarar í Rvk taka sig saman og skíta allir saman upp á hnakka. merde!
Það er hálfgerð gúrkutíð eins og stendur hjá mér en ekki hægt að segja það sama um íslenska fjölmiðla sem hljóta að detta í það daglega til að fagna viðburðarríkum degi. Þvílíkt og annað eins drama sem hefur verið í gangi, gjörsamlega búið að grilla Villa (hann sá reyndar um það sjálfur að hluta til) og fólk nær ekki andanum af æsingi. Held reyndar að innan við 10% borgarbúa skilji þetta REI mál. Ég á í basli með það og svo finnst mér þegar talað er við "fólkið af götunni" í fjölmiðlum eins og það viti bara sjaldnast nokkuð í sinn haus. Það styður sitt lið (sama hvaða lið það er) og er skúffað og foj og ég veit ekki hvað og hvað en veit samt varla af hverju. Ég held ég sé sátt í Kópavoginum nú þegar þessir prakkarar í Rvk taka sig saman og skíta allir saman upp á hnakka. merde!
laugardagur, október 06, 2007
Húsmóðirin og börnin í Afríku.
Í dag straujaði húsmóðirin á meðan hún horfði á "How to steal a million" með Audrey Hepburn og Peter O'Toole. Setti líka í nokkrar vélar, hamaðist á ryksugunni og þannig mætti lengi telja. Aðeins um 7 vikur í að ég stækki fjölskylduna og meira en nóg eftir að gera í kotinu. Ótrúlegt hvað það safnast saman " í lokin". Mér finnst ég vera stanslaust að og samt gerist þetta hægt. Ég hreyfi mig svo sem ekkert hratt þessa dagana.
Að öðru, sem er mun mikilvægara en húsmóðurstörfin: Arndís Ósk vinkona mín (linkur hérna niðurfrá) er stödd í Namibíu þar sem hún vinnur núna í nokkra mánuði. Hún fékk þá snilldarhugmynd að fá okkur vinkonurnar í lið með sér til styrkja einhver verkefni þarna þar sem hún er stödd. Sem dæmi má nefna að á leikskólunum þarna eru ekki til nein leikföng. Nú ætlum við að leggja á reikninginn hennar smá upphæð svo hún geti sjálf farið og keypt dót handa börnunum. Hún er reyndar með ótal hugmyndir að svona verkefnum enda á nógu að taka, en mér finnst svo sniðugt að hún geri þetta þá sér maður líka í hvað peningarnir manns (sem annars hefðu jafnvel farið í bíóferð, tímarit eða bara nammi...) fara. Því miður eru flestir hættir að lesa tótlutjattið eftir að ég kom heim frá Sydney en ég vildi samt benda á þetta og vona að einhverjir sem lesa síðuna vilji líka taka þátt í þessu og geti jafnvel sagt sínum vinum frá þessu. Þið komist í samband við Arndísi í gegnum síðuna hennar og getið líka sent mér línu:) Koma svo fólk!!!! Jæja, ætla að fá mér nammi, hvort eð er búin að kaupa það:)
Að öðru, sem er mun mikilvægara en húsmóðurstörfin: Arndís Ósk vinkona mín (linkur hérna niðurfrá) er stödd í Namibíu þar sem hún vinnur núna í nokkra mánuði. Hún fékk þá snilldarhugmynd að fá okkur vinkonurnar í lið með sér til styrkja einhver verkefni þarna þar sem hún er stödd. Sem dæmi má nefna að á leikskólunum þarna eru ekki til nein leikföng. Nú ætlum við að leggja á reikninginn hennar smá upphæð svo hún geti sjálf farið og keypt dót handa börnunum. Hún er reyndar með ótal hugmyndir að svona verkefnum enda á nógu að taka, en mér finnst svo sniðugt að hún geri þetta þá sér maður líka í hvað peningarnir manns (sem annars hefðu jafnvel farið í bíóferð, tímarit eða bara nammi...) fara. Því miður eru flestir hættir að lesa tótlutjattið eftir að ég kom heim frá Sydney en ég vildi samt benda á þetta og vona að einhverjir sem lesa síðuna vilji líka taka þátt í þessu og geti jafnvel sagt sínum vinum frá þessu. Þið komist í samband við Arndísi í gegnum síðuna hennar og getið líka sent mér línu:) Koma svo fólk!!!! Jæja, ætla að fá mér nammi, hvort eð er búin að kaupa það:)
fimmtudagur, september 20, 2007
Suomi
Eins og svo margir reyni ég að heimsækja einn nýjan stað í veröldinni á hverju ári. Það gengur reyndar vonum framar og í raun gæti ég hætt að ferðast í nokkur ár því ég á svo marga punkta inni. En það kemur náttúrlega ekki til greina. Í vor fór ég til dæmis til Rómar og Pompei, svo tóku uppköstin við og þá fór ég ekki lengra en fram á baðherbergi svo vikum skipti en þar sem ég er löngu orðin hress var kominn tími á nýtt ferðalag og ákváðum við hjónaleysin að skella okkur til Finnlands og taka út ný heimkynni Völunnar minnar. Held þetta hafi verið ein besta hugmynd sem ég hef fengið lengi því þetta vikufrí var eins og frí gerast best. Mikil hvíld (held að metið hafi verið 12 tíma svefn), frábær félagsskapur (Vala og Aleksi, en þau voru svo höfðingleg að bjóða okkur bælið sitt), margt nýtt að sjá (hvorugt hafði komið áður til Finnlands) og nóg af bjór fyrir Gumma minn. Við leigðum bíl og keyrðum til Kristinakaupunki en Aleksi er þaðan. Gistum eina nótt á heimili foreldra hans sem hlýtur bara að vera eins finnskt og það gerist. Hreindýrahorn upp á vegg, saunakofi á lóðinni þeirra og nokkrir metrar þaðan út í vatnið (eða sjóinn ef út í það er farið). Held eg hafi sjaldan séð jafnmikla gæsahúð og þegar Gummi var að fara beint úr saununni ofan í kalt vatnið. Ég let mér nægja að horfa á enda held ég að erfinginn hefði ekki fílað svona snöggar hitabreytingar. Ahhh ég elska það þegar maður hefur góða og gilda afsökun til að sleppa við eitthvað sem maður virkilega þorir ekki að gera.
Helsinki var falleg og þægileg yfirferðar fyrir óléttu konuna sem hefði ekki fílað mannmergð stórborgar í þessu ástandi. Borgin er falleg, lítil og afslöppuð. Búðirnar voru skannaðar og stelpuhagfræðin kom sér stundum vel ("ef við kaupum meira fáum við meira í tax-free"). Fórum á sveittan finnskan veitingastað fyrsta kvöldið, þeirra útgáfa af Hard Rock Café býst ég við en í stað áritaðra mynda af Hollywood stjörnum, gullplatna og hljóðfæra var þessi staður eins og musteri Zetor traktora. Þarna voru gamlir Zetor traktorar út um allan staðinn og meira að segja zetorvörur seldar á staðnum. Við skulum orða það þannig að það hafi verið einn eða tveir finnskir hillbillar á staðnum:)
laugardagur, ágúst 18, 2007
Radio ga-ga
"Hæ, Ásgeir í tölvulistanum hér". Hmmm... hvaða útvarpshlustandi er ekki orðinn þreyttur á Ásgeiri í tölvulistanum? Ég hef lengi haft gaman af auglýsingum og pæli nokkuð mikið í þeim sem er kannski spes, eða kannski ekki svo spes. Annað dæmi um lélegar auglýsingar eru Dominos auglýsingarnar. Hræðilega illa heppnaðar allar saman! En dæmi um góðar auglýsingar sem mér finnst alltaf jafnfyndnar eru Lottóauglýsingarnar með Lýð og Glitnis maraþonauglýsingarnar. ódýrar en alltaf jafnsniðugar.
Menning
Menningartótla spókaði sig í menningarmiðborginni í dag. Veit reyndar ekki hversu menningarleg ég var í raun og veru, hitti fjölskylduna, fylgdist með hlaupinu (er það menning?), snæddi smörrebröd á Jómfrúnni með gömlu (dönsk matarmenning!), keypti tískublað í Iðu (hönnun er menning) og rölti svo upp Skólavörðustíginn. Bærinn iðaði af lífi og mér fannst þetta svo skemmtilegt að ég ætla að kíkja aftur í bæinn í kvöld. Áfram menning!
Menning
Menningartótla spókaði sig í menningarmiðborginni í dag. Veit reyndar ekki hversu menningarleg ég var í raun og veru, hitti fjölskylduna, fylgdist með hlaupinu (er það menning?), snæddi smörrebröd á Jómfrúnni með gömlu (dönsk matarmenning!), keypti tískublað í Iðu (hönnun er menning) og rölti svo upp Skólavörðustíginn. Bærinn iðaði af lífi og mér fannst þetta svo skemmtilegt að ég ætla að kíkja aftur í bæinn í kvöld. Áfram menning!