miðvikudagur, desember 19, 2007

"Gracias a la vida...

...que me ha dado Moli."

Loksins loksins, ný mynd af Molanum mínum. Allt að verða vitlaust í kommentum og Bryndís, klikkaða tían í Madrid farin að vitna í Joan Baez (svo ég gerði hið sama í fyrirsögn með ögn breyttu sniði) og ég veit ekki hvað og hvað. Takk elsku lesendur fyrir að láta vita af heimsókn ykkar hingað á síðuna mína. Það hefur komið mér mjög skemmtilega á óvart að sjá hverjir hafa ratað hingað inn og þið trúið ekki hversu mikið það gleður mig og hvetur mig að sjálfsögðu til að skrifa nokkur orð oftar. No worries, ég geri mér grein fyrir því að þið eruð hér fyrir Molamyndirnar en ekki bullið í mér svo við skulum vinda okkur beint í þær:

Ég kom að þeim feðgum svona í fyrradag, þeir voru að leggja sig. Það er ekki mikið jólastress á þessum bæ:)


Þessi mynd er ekkert spes af Mola en æðisleg af stóra frænda hans, Steingrími Degi sjóræningja. Moli er svo heppinn að vera ríkur af frábærum frænkum og frændum sem hann á eflaust eftir að líta upp til.


Þarna er sonur minn að lesa bók í rúminu svona eins og sannir nautnaseggir gera í jólafríinu. Músin Molly fylgist með en það sést reyndar bara í búkin á henni. Mér finnst skugginn af honum skemmtilegur á þessari mynd, minnir mig á Pétur Pan (takið eftir nefinu) en ég hef alla tíð verið mjög skotin í Pétri Pan:)

Engin ummæli: