fimmtudagur, desember 13, 2007

Rauð jól?


Ég ætla ekki að skrifa um veðrið. En samt. HVAÐ ER Í GANGI??? Húsið nötraði í nótt og ég heyrði varla eigin hugsanir fyrir látunum í veðrinu. Mér finnst vont veður reyndar alltaf pínu spennandi (svo lengi sem ekkert hræðilegt gerist) og ýtti reglulega á "refresh" takkann á mbl í von um æsispennandi fyrirsagnir á borð við "fjúkandi ruslatunna sneiddi snjókarl í tvennt". Hef mikið pælt hvernig fór fyrir öllum upplýstu snjókörlunum, jólasveinunum, Maríunum og Jesúbörnunum sem prýða nú garða landsins.

Fyllti tvær stórar krukkur af engiferkökum í gær. Húsbóndinn aðstoðaði mig smá. Hann býðst ekki til að elda eða baka af fyrra bragði en á það til að leyfa sér að koma með athugasemdir eins og "ég myndi skera sveppina öðruvísi" (ég gerði Flúðasveppasúpu í gær) eða "af hverju hefðurðu piparkökurnar svona litlar". Hmmm, betra bara að sleppa svona kommentum þegar maður situr á bossanum og fylgist með húsfreyjunni elda og baka ofan í sig. Eða bara gera þetta sjálfur:) ...en ég tók þessu svo sem ekki illa.

Læt mynd af nýliðanum okkar fylgja með. Hann sefur á daginn, vakir á nóttunni. Það sést á mér:)

Engin ummæli: