fimmtudagur, nóvember 29, 2007
meiri Moli
Það er gífurleg eftirspurn eftir myndum af litla monsanum svo maður reynir bara að anna þessu:) Við ætlum ekki að setja upp barnalandssíðu eða eitthvað slíkt en ég set einhverjar myndir hér áfram. Lífið gengur bara vel í Kópavoginum, hann sefur og drekkur nema að á kvöldin veit hann ekki alveg hvað hann vill og ýmist drekkur eða liggur á brjóstinu mínu (steinsofandi) eins og hundur með beinið sitt, og sármóðgast ef mér dettur í hug að leggja hann frá mér. Í nótt leið honum greinilega eitthvað illa og gekk illa að sofna svo ég er ansi lúin sjálf. Við bara krossleggjum fingur og vonum að hann fái ekki hina alræmdu magakveisu eins og svo mörg börn (og báðir foreldrar hans) ...vona bara að þetta hafi verið eitthvað loft og hann hafi þurft að leysa vind:)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli