fimmtudagur, júlí 28, 2005

Bryndís 25 ára!

Tótlutjattið tileinkar blogg dagsins í dag Bryndísi Harðardóttur en stúlkan á 25 ára afmæli í dag. Til hamingju lilla mín, ég mun skála í mjólkurhristingi í tilefni dagsins. Hér gengur lífið annars bara sinn vanagang. Gummi Hlír byrjaði í skólanum í dag og ég byrja á mánudaginn. Í dag fór ég bara niður að Óperuhúsið vopnuð Kleifarvatni og sat þar í sólinni og las í smá stund. Það er óvenju hlýtt hér miðað við árstíma, en hitinn hefur farið yfir 20 stig á daginn og að sjálfsögðu ekki skýhnoðri á himnum frekar en fyrri daginn. Held að plan morgundagsins sé að gera það sama og í dag, kannski fara líka í leikfimi... en hinu ljúfa lífi lýkur brátt, eða það verður alla vega ekki jafnkæruleysislegt miðað við námskeiðalýsingarnar sem ég fékk í skólanum í gær. Get samt ekki sagt annað en að ég er orðin veeeerulega spennt. Jæja, góðar stundir.

7 ummæli:

Inga sagði...

Þessi mynd af Bryndísi gæti alveg verið af einhverri allt annarri skvísu .. þetta er bara ekkert líkt henni!

tótla sagði...

Já ég veit Inga:( ég ætlaði að finna aðra mynd þar sem þessi er svo ólík henni. Þetta gæti verið Selma aftur til dæmis..hehe. En Bryndís er náttúrulega alltaf jafnsæt:)

Inga sagði...

Já Bryndís er algjör bjútí .. ef við hefðum nú bara allar hennar góða sjarma þá væri heimurinn betur settur!

Nafnlaus sagði...

takk takk takk tótlan mín!!! knús af þessum kanti til þín!

Hildur sagði...

Getur verið að á myndinni sé Bryndís standandi með svona númeraspjald í hendinni? Og er til önnur af henni á hlið?

Nafnlaus sagði...

Hæ skvís. Þín var sárt saknað um helgina og mikið hugsað til þín... Þú rétt ræður hvort þú kemur með 2010 ;)
Knús og milljón kossar sæta.

Hildur sagði...

Þú ræður sko ekki HVORT þú kemur eftir 5 ár... þú bara kemur!