laugardagur, júlí 02, 2005

Hrós...

...fær íslenska löggan fyrir að verja (að mig minnir) 40 milljónum í aukið eftirlit á vegum landsins á næstu mánuðum. Við keyrum alltof hratt miðað við aðstæður og því verða alltof mörg banaslys á þjóðvegum landsins. Ég er viss um að þetta framtak þeirra mun bjarga einhverjum mannslífum, og það er svo sannarlega 40 milljónum króna virði. Verst að það þarf blessaða lögguna til að minna ökumenn á að draga úr hraðanum. Já og ég get alveg eins lokið því af að segja frá því að ég fór á War of the Worlds í gær en ég lofaði því hér á síðunni fyrir nokkrum dögum að fara ekki á þessa mynd. Ég get alveg viðurkennt að hún kom mér á óvart og þrátt fyrir að vera ægilega niðurdrepandi og svört þá var hún bara nokkuð góð. Í morgun las ég svo gagnrýni í áströlsku blaði þar sem er talað um það að hann Steven Spielberg er gyðingur og hvernig margt í myndinni minnir á gyðinga í Seinni heimstyrjöldinni og eftirá að hyggja þá er þetta bara laukrétt. Ég vil samt ekki fara nánar út í þá sálma þar sem lesendur tótlutjattsins eiga kannski eftir að sjá myndina. OK, over and out...

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæ pæ :D
Ég var nú á ferðinni þessa eina mestu ferðahelgi ársins og það á háannatíma, bæði á föstudag og sunnudag. Ég mætti einum löggubíl alla helgina og hann var í Búðardal eins og venjulega. Ætli allar þessar 40 millur hafi farið á Blönduós?! ;)
Annars vona ég bara að lífið leiki við þig down under skvís. Miss u, sérstaklega núna þegar svona mikið er að gerast í klessuheimi...
Knús og kossar og kveðja til Gummans.
Elsa Pelsa.