sunnudagur, júlí 24, 2005

Til hamingju...

...með sólina og hlýjuna:) já það fréttist alla leið hingað. Nú er sennilega jafnhlýtt á Íslandi og í Sydney, nema hvað að hér er hávetur. Ég er búin að vera á einhverjum kynningum í nýja skólanum mínum og í næstu viku eru fleiri kynningar og skráning í námskeið. Mig langar bara til að byrja í tímum, nenni ekki þessu dútli mikið lengur. Við fórum út að borða á fimmtudagskvöldið ásamt bólivískum og filipeyskum félögum. Ég fékk að smakka kengúrusteik hjá þeirri bólivísku, og mér fannst eftirbragðið vont. Nú get ég þó sagst hafa smakkað eina svona skoppandi krúttgúru. dojojojojojong.

1 ummæli:

Hildur sagði...

Maður étur ekki vini sína