þriðjudagur, júlí 26, 2005

Selma og þristurinn

Þegar umræður um búninginn hennar Selmu í júrovisjón stóðu sem hæst voru allir að afsaka hnébuxurnar hennar með að þetta væri "the next big thing". Nú veit ég ekki hvað er í gangi í Evrópu, en ég get ekki séð að hnébuxurnar séu málið hér í Ástralíu. Neibb. Ég hef séð þessar flíkur hangandi í nokkrum búðum en það virðist engin vilja klæðast þeim. Skrýtið. Eins og ég er nú alltaf mikið fyrir svona 3/4 buxur og svoleiðis, þá veit ég ekki með þessa hnésídd, hún virkar ábyggilega á sumum kvennsum samt. Mér finnst stuttbuxur meira töff, en maður þarf að vera pínu djarfur til að þora því, að vera í pæjuskóm, stuttbuxum og peysu, en mér finnst það frekar flott, hef reyndar ekki séð neinn í því heldur. Bara í tískublöðum. Jæja, næsta mál á dagskrá...BUS.IS. Ég hef enga skoðun á þessu, mér finnst bara pínu leiðinlegt að það er enginn þristur til lengur:( Bara eitthvað S3 sem fer ekki einu sinni á Háaleitisbraut heldur í Seljahverfi af öllum stöðum. Ég á bara svo margar góðar minningar tengdar þristinum, eins og þegar maður var í skólasundi í Sundhöllinni og fleira og fleira. En nýrri kynslóð fylgja nýjar strætisvagnaleiðir og ég er viss um að krakkarnir í Seljahverfi í dag munu í framtíðinni eiga góðar minningar úr S3.

3 ummæli:

Hildur sagði...

Margar góðar minningar úr þristinum? Skemmtilegt að þú skulir rifja það upp því að við kynntumst í þristinum þegar þú varst í þriðja joð og ég í þriðja eff og við töluðum saman í strætó á hverjum degi en ég vissi aldrei hvað þú hétir fyrr en rétt í lok vetrar. Það hefði verið svo asnalegt að spyrja þannig að ég spurði aldrei. En já nýja strætókerfið er glatað og ég er viss um að minningar unglinga dagsins í dag úr leið S3 og 18 verða harla lítilfjörlegar í framtíðinni. Svona er allt í heiminum hverfult.

Nafnlaus sagði...

Oh hvað ég er sammála. Núna stoppar vandræðaunglingavagninn úr gettóinu, ellefan, fyrir utan heima hjá mér! Má ég þá frekar biðja um þristinn.

Inga sagði...

vá hvað ég er ánægð að sjá að ég er ekki sú eina sem saknar þristsins. Reyndar flutti ég burt úr þristahverfi fyrir 8 árum .. en hef samt alltaf sterkar taugar til hans! Blessuð sé minning þristsins!