mánudagur, júlí 18, 2005

Slúður

Ok, ég sel það ekki dýrara en ég keypti það en mér heyrðist í útvarpsfréttum áðan að fyrrverandi kærasti minn, Jude Law hefði viðurkennt að hafa haldið framhjá hinni gullfallegu Sienna Miller. Viðhaldið heitir Daisy eða eitthvað álíka hallærislegt og Jude segist dauðskammast sín fyrir þetta og hann sér víst eftir öllu saman. Já já Jude, þú færð ekki mikla samúð núna er ég hrædd um. Hvað er málið? Þau hafa verið saman í minna en tvö ár ef mér skjátlast ekki, og hann bað hennar um jólin (já maður er með allt á hreinu) og svo bara heldur hann framhjá henni. Jeminn, þar að auki hef ég ítrekað lesið "fréttir" í slúðurblöðunum um skapofsaköst hans sem eru víst farin að hafa sín áhrif á sambandið. Ég tel að Sienna blessunin þoli þetta ekki mikið lengur enda á hún betra skilið ef hann er farinn að láta svona. Skammastu þín Jude!

3 ummæli:

Hulda Björg sagði...

Hnusss... hann féll allsvakalega í áliti hjá mér við þessa frétt!

Hélt að hann væri sætur englabossi sem gerði ekki svona hluti..

Inga sagði...

Ég hef nú alltaf haft mínar efasemdir um Jude blessaðan svo þetta kemur mér EKKERT á óvart!

Hildur sagði...

Vinir mínir kalla mig stundum Daisy eða eitthvað álíka hallærislegt, en það er nú bara uppnefni