mánudagur, október 13, 2003

tralala
Enn einu sinni kominn mánudagur. Uppáhaldsdagarnir mínir eru laugardagar, en stundum er ég reyndar að vinna þá, sem er svo sem ekkert slæmt, bara öðruvísi. Ég átti t.d. mjög góðan dag sl laugardag. Þá fór ég með Vökufólki í haustferð Vöku upp í Árnes sem var mjög vel heppnað í alla staði. Að sjálfsögðu horfðum við á leikinn. Ég nenni ekki að tala um hann. Íslendingar voru góðir en... æjj úbbs ég sagðist ekki ætla að tala um leikinn. Öllu leiðinlegra var þó að missa af Elsunni á Íslandi. Hún kom óvænt frá Sverige í afmæli ömmu sinnar yfir helgina og ég gat ekki hitt hana á föstudag því þá var ég undir sæng að reyna að hósta úr mér hálsbólgunni og ekki á laugardag vegna áðurnefndrar Vökuferðar. Ég ætla samt að skrifa Elsu minni bréf núna strax, því þá fæ ég kannski bréf frá henni. Það er svo gamana ð fá svona alvöru gamaldags bréf í umslagi með frímerki:) gerist sjaldan. over and out

Engin ummæli: