sunnudagur, október 05, 2003

gaman
Rétt í þessu sluppu nokkrar góðar stúlkur frá mér. Þær Dögg, Erla, Þórey og Vala komu til mín í smá súpu og rautt (eða sprite fyrir hina). Þó það sé nú alveg ógeðslega mikið að gera hjá mér þessa dagana og mig langi stundum í verkfall, þá verð ég að segja að ég er alltaf í svo skemmtilegum félagsskap að þetta er alveg í lagi. Mér leiðist alla vega aldrei. Kannski hef ég ekkert svo mikið að gera.. hvað ef ég er bara óvenju löt manneskja sem finnst hún hafa rosalega mikið að gera. Í gær var til dæmis laugardagur og ég kom eiginlega engu í verk. Ég er reyndar að passa Birgi Stein þessa dagana og reyni að vera skemmtileg frænka, en það felst ekki í því að kúra upp í rúmi næstum fram að hádegi og leggja sig aðeins aftur eftir hádegi. (ég sem sagt var skemmtileg frænka á milli fegurðarblunda, hádegisblunda, hænublunda og siestu). takk

Engin ummæli: