föstudagur, október 10, 2003

hóst...hóst...
úff, ég hef hóstað mér áfram í gegnum þessa viku í orðsins fyllstu. Búið að vera kreisí að gera. Mjög gaman. Stúdentaráðsliðar kynntu sig og sitt ráð úti í byggingunum á miðvikudag, vel heppnuð málefnaráðstefna Vöku haldin þá um kvöldið og alþjóðaparty erlendra nema líka. Í gær var svo alþjóðanefndarfundur sem er aldrei leiðinlegt. Ég gat samt varla talað né hugsað fyrir hóstanum í sjálfri mér en okkur gekk samt vel. Eftir tvær vikur fer ég á fund í Palermo og við erum öll sammála um að gera vinnureglur og setja markmið í því sambandi eins og við höfum stefnt á að gera. Það auðveldar þessar ferðir örugglega heilmikið og við græðum meira á því. Ég er farin að hlakka svolítið til Palermo ferðarinnar. Þórlindur er að fara á einhverja aðra ráðstefnu og við verðum samferða út. Hann stakk upp á því að við myndum leigja okkur bíl eða mótorhjól eða eitthvað til að skoða eyjuna (Sikiley) þegar við hefðum tíma. Hömm hömm, Þórlindur hefur víst ekki heyrt vespusögurnar mínar. BAra svo það sé á hreinu þá ætla ég ekki að keyra einhverja helv... vespu! Ég drap mig næstum því einu sinni á svoleiðis. Mér gekk reyndar vel þegar ég sat aftan á hjá Gumma í Laos og Thailandi. Reyndar var ógeðslega gaman. En ég kýs heldur fjögur hjól og jafnvægið sem þeim fylgja:)

Engin ummæli: