föstudagur, október 17, 2003

Nostalgía
Í fyrradag tók ég þristinn heim. Notaleg tilfinning fór um mig alla. Sennilega tók ég þristinn síðast bara einhvern tíma í sumar en langt síðan ég hef tekið þristinn svona heim úr skólanum. Mér leið eins og ég væri aftur komin í MR eða bara á leið heim úr skólasundi í Sundhöllinni. Ég man hvað ég var þreytt á þristinum stundum en samt... þetta eru svona blendnar tilfinningar. Hann fer enn sömu leiðina og þegar ég var pínulítil. Það er eitthvað svo þægilegt við að sitja þarna og góna út um gluggann, fylgjast með fólki sem er að missa af þristinum hlaupa á eftir okkur. Sjá Hlemmara sem eru að bíða eftir öðrum strætó eða bara bíða eftir alls engu. Rónarnir eru enn við sjoppuna þar sem við biðum alltaf eftir strætó eftir skólasund (sem er pínu sorglegt) og þar fram eftir götunum. Um kvöldið gerði ég annað sem minnti mig á MR árin, ég fór í bókabúð að skoða blöð og Skífuna að hlusta á diska eftir kvöldmat:) Annars styttist bara í Palermo ferðina. Eins gott að ég fari að ná þessari flensu úr mér.

Engin ummæli: