mánudagur, ágúst 15, 2005
Nýjasta nýtt!
Ég veit ekki endilega alltaf hvað er móðins og hvað ekki... en mér finnst nú alveg gaman að glugga í tískublöðin annað slagið og reyna að fylgjast með. Reyndar fer ég ekkert eftir tískunni en það er önnur saga. Um daginn rakst ég fyrir tilviljun á blogg, og þar sem ég á alltaf í vandræðum með að gera linka núna kemur þetta svona, það er: www.iamfashion.blogspot.com en þetta eru tvær stelpur (önnur amerísk og hin bresk að ég held) sem hafa óþrjótandi áhuga á tísku! Ég skil bara ekki hvernig er hægt að tala svona mikið um einhverjar töskur sem voru í tísku fyrir 6 vikum en eru púkó núna... alveg magnað. En stundum finnst mér gaman að kíkja á þetta blogg og sjá hvað þær hafa verið að versla sér þann daginn (já það fylgir því víst... maður þarf að versla stundum til að vera "inni") og JÁ ég viðurkenni það, ég kíki á þetta blogg svona hálfsmánaðarlega. Hvað er ég annars að gera þessa dagana? Tjah, við fórum í afmæli til Julio sem er með mér í bekk um helgina. Það var fínt, mér fannst Takashi, japanski bekkjarbróðir minn horfa svolítið mikið á Gvend minn. Ég veit reyndar ekkert um að hvor hópnum hann Takashi hallast (kvk eða kk) en hann var eitthvað að horfa á minn mann. Ég kann reyndar svo vel við þann japanska að þetta skiptir engu máli. Ég held hann sé bara svo rosalega metró, ...það er bara málið með hann Takashi. Á morgun er svo próf! Reyndar það eina því kúrsarnir eru allir próflausir (margar ritgerðir í staðinn). Mér finnst ekkert gaman að fara í próf. Og að lokum má geta þess að við Gummi Hlír verðum með viðtalstíma í Reykjavík í desember:) vííí!!!
1 ummæli:
Japanir eiga það til að vera svolítið metró:)
Skrifa ummæli