þriðjudagur, ágúst 09, 2005
Kassim
"Írak í dag er betra en Írak var á friðartímum Saddams". Þetta sagði Kassim bekkjarbróðir minn í tíma í gær í alþjóðalögum. Kassim er frá Írak, sennilega á fimmtugsaldri og man tímana tvenna eins og maður segir. Hann er þó ekki hrifinn af Bush en segir írösku þjóðina hafa grátbeðið um aðstoð (og finnst bandaríkjamenn hafa tekið þetta fullmikið í sínar hendur eða eitthvað svoleiðis...nenni ekki að fara nánar út í þetta). Þó maður viti að meirihluti þjóðarinnar hafi viljað losna undan oki Saddams sama hvað það kostaði þá held ég að staðan eins og hún er í dag þyrfti ekki að vera svona. Það er að segja, þetta hefði ekki þurft að fara svona. Flestir í bekknum voru sennilega sammála um að eitthvað hafi þurft að gera til að losna við Saddam, en einnig að það hafi ekki verið farið rétt að því og afleiðingar þess eru daglegt ógeð í Írak. Því fannst mér merkilegt að hlusta á þennan sprenglærða bekkjarbróður frá Írak tala um hvernig þetta væri þó skárra en það sem fór fram fyrir luktum dyrum í valdatíð Saddams með tilheyrandi áróðri og hræðslu. Enginn þorði að segja neitt. Blóðbaðið í dag er skárra en friðartímar Saddams. Og þó við hin séum ýmist á móti stríði eða fylgjandi innrásinni eða bara vitum orðið ekkert í okkar haus, þá held ég að allir hafi skilið örlítið hvað hann Kassim var að segja. Það er nokkuð víst að Írakar hafa upplifað alltof mörg stríð í gegnum tíðina og flestir þeirra hafi tekið hverjum sem gat steypt Saddam af stóli fagnandi hendi, en svo má deila um hvernig það var gert...og af hverju dæmið var ekki klárað '91 í Kúveit (vona að ég sé að fara rétt með staðreyndir). Því spái ég stundum hvað þeim finnst núna Írökunum sem vildu losna við Saddam. Þeir eru eflaust fegnir en þetta hefur dregist á langinn og sárin eru lengi að gróa. Kassim sagði eitthvað á þá leið að margir þessara manna sem eru í ríkisstjórninni sem var mynduð núna í Írak séu virkilega góðir og hæfir í verkið og hann virtist hafa mikla trú á þeim. Verst að það er enginn vinnufriður í Írak fyrir barbörum og hryðjuverkamönnum (og hermönnum?). Ég veit ekki mikið um sögu Írak og þessi stríðsmál og eftir því sem ég les meira verð ég ringlaðri. Mér finnst frábært að hafa einn svona "innanbúðarmann" í bekknum og heyra hans hlið á þessum málum sem við virtumst reyndar öll vera nokkuð sammála. En hvað vitum við svo sem? Ég veit ekki hvort maður getur nokkurn tíma skilið þetta almennilega. Maður skoðar internetið, les bækur og blöð og horfir á sjónvarpið en þegar maður er orðinn of ringlaður, eða ógeðið orðið yfirþyrmandi slekkur maður á netinu/sjónvarpinu og lokar bókinni.
1 ummæli:
Google News does RSS at long, long, long last
At long, long, long.well you get the picturelast Google News has joined the rest of the planet and is now offering Google News feeds in both RSS and Atom.
Nice blog. I'm impressed!
I have a website Wedding Photographers UK. It pretty much covers Wedding Photographers UK related stuff.
Come have a look :-)
Skrifa ummæli