miðvikudagur, apríl 23, 2003

Tapað-fundið
Hefur einhver séð rauða anorakinn minn? Vissuð þið að orðið anorak (+ur að sjálfsögðu í íslensku) er grænlenska en er notað í flestum tungumálum... eða mörgum, svona eins og frönsku og spænsku. Eða mig minnir það alla vega. Um helgina fór ég í túristaleik með Gumma Hlí. Það var mjög gaman, en ég mun skella einhverjum myndum á tjattið við betra tækifæri. Núna er ég upptekin. Mike, amerískur vinur minn kom í heimsókn og við Gvendur hýstum hann og reyndum að sýna honum sem flestar dásemdir landsins á sem skemmstum tíma. Mér fannst við vera farin að hljóma alveg eins og Thule auglýsing. "you know that here in Iceland we have the best..." etc....bla bla bla. Gaman að þessu, jæja, bókasafnið bíður eftir mér...

Engin ummæli: